Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

mánudagur, apríl 16, 2007

Tískuslys eða bara mjög mikill glamúr.

Úff ég er búin að vera í glænýjum gallabuxum í allan dag, þetta eru svona níþröngar buxur sem ná langt upp að brjóstum - með hátt mitti. Ég er alveg pottþétt orðin ófrjó og svo er ég aum á hinum ýmsu stöðum já þær eru svo þröngar.

Mér finnst þær fara með ansi vel en veit ekki hversu Glamúrús ég er þegar hlýrabolurinn er hálfgirtur ofan í streng svo tölurnar meiði mig ekki.

En allt fyrir tískuna...

The fashionisa...

|

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Kommúnisti og einræðisherra eða bara einræðisherra!

Í dag fékk ég titilinn kommúnisti og var víst líka einræðisherrra. Geri aðrir betur svona á einum og sama deginum. Já nei nei ég er skoðanalaus með öllu og skipti yfirleittt ekki skapi, er meira svona sem lítið fallegt blóm. Eða ég held það alla vega.

Og með hækkandi sól fer tappinn oftar úr flöskunni á heimili einræðisherrrans. Það er bara hollt og gott að fá sér aðeins og dilla sér við mjúsik. Framundan er Árshátíð Peðsins, Dömudagur 2007, brúðkaup, Versló Reunion og PARRRRÍÍÍÍSSSSSSS.

luv H.

|

föstudagur, apríl 06, 2007

Stundum og stundum ekki!
Stundum langar mig svo að stinga fólk með smjörhníf og labba yfir það á háum hælum, svo það deyi pottþétt. En stundum langar mig það ekki.

Stundum langar mig að flytja aftur til London og stundum ekki.

Nú langar mig mest að flytja til Malavíu, liggja á vatninu þar á vindsæng og gleypa moskítóflugur.

Og stundum langar mig að blogga á hverjum degi og segja eitthvað geðveikislega merkilegt en nenni ekki að vera svona álverspólítíkusarsteik sem talar bara um það sem allir aðrir tala um.

Respect
H.

|

mánudagur, apríl 02, 2007

Hugguleg alltaf


Fór á árshátíð og svona er maður huggulegur endalaust. Gullfoss og Geysir, Xanadu, Cosmopolitan og skemmtilegt fólk. Getur bara ekki verið skemmtilegra.

h

|