Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

mánudagur, nóvember 27, 2006

Ferðadress og fleira!
Ég er í vinahóp sem er svona tiltölulega smart, alla vega myndi engin fara í hlaupaskóm, garðyrkju gallabuxum og vindjakka til útlanda. En svo smart eru ekki allir, ó boy ó boy.
Í Köben voru heilu hóparnir af íslenskum konum yfir kjörþyngd í fötum sem voru ekki að gera neitt fyrir þær. Ég nefni flíspeysur í yfirstærð, kvartbuxur og mjúkir fótlagaskór. Ganga um Strikið öskrandi yfir ódýru verðlagi og geggjuðum spandexbolum.
Nei þá er nú betra að vera svona heimsborgari eins og ég, alltaf í hælum og kafmáluð með fólki af mínu kaliberi.

Þá er það búið.

Adios

h

|

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Leyniblogg!!
Ég ætla að leyniblogga aftur mohohoh. Á hverju hausti lendi ég í sömu ömurlegu aðstæðunum. Vinahópur í ræktinni, vangefið hress í eins fötum spjallandi við alla hina í tímanum. Skilur enginn að ég hef ekki á huga á að eignast leikfimisvinkonur og allra sýst þær sem eru eins klæddar og á miðjum aldri. Svo á bara að drífa sig á kaffihús og borða mold og lífrænt vatn, tala um smábörn og glataða eiginmenn. ARRRRRG. Af hverju getur enginn séð lífið eins og ég, bara hress á hælum, borða majones og tala um elskulega rekkjunauta liðinnar helgar.

Framundan er Köben í öllu sínu veldi, ég og Galla ásamt London genginu á barnum.

over and out

|