Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

mánudagur, maí 29, 2006

Stóra Edinborgarferðin í grófum dráttum

Edinborg var geðveik og eru þetta svona hápunktar ferðarinnar.
Það fer engin til Edinborgar til að upplifa massa klassa veitingastaði. Þetta er meira svona eins og sæmilegt úthverfi í Newcastle. En við greyin gátum nú fundið þrjá staði sem voru okkur samboðnir fyrir utan barinn í Harvey Nichols en hann stóð vel undir væntingum. Kastalinn sem er í borginni og flestir eru á míga í sig yfir er bara mjög fallegur en mér finnst nú algjör óþarfi að leggja á sig einhverja skoðunarferð í hann eins og mörgum finnst must.
Það var auðvitað engin dama í flatbotna skóm alla ferðina. Það voru allar dömur duglegar að fá sér vel af kokteilum, kampavíni, hvítvíni og skotum.
Ég reddaði okkur í brúðkaup í St. Andrews, það voru einungis 500 gestum boðið og þótti ekkert tiltökumál að bæta við 8 í viðbót, þ.e. að hafa 508 manna brúðkaup. Enda fer nú það lítið fyrir þessum hópi. Ég var nú kannski sú eina sem var gjaldgeng í þetta brúðkaup því ég var með Ascot veðreiðahattinn, dugleg að gera the Madonna dip og orðin góð vinkona Prince Williams sem var svona aðalgæinn í hópnum. (Já vá ein montin).

Svo var alveg fullt af skemmtilegum hlutum sem við gerðum og malaðu út í eitt. Engin fór að grenja en allir hlóg geggjað mikið.

Vinsemd HB

|

þriðjudagur, maí 23, 2006

Edinborg, pilli, kastali, kokteill, skotapils
LA er að fara til Edinborgar ekki á morgun heldur hinn:) Það er komin mjög stíf dagskrá fyrir ferðina, reglurnar eru nú svona svipaðar og í flestum ferðum. Það er t.d. stranglega bannað að taka flatbotna skó með sér enda eru það bara miðaldra húsmæður frá Íslandi sem þeysast um borgir Evrópu í strigaskóm, klikk lúðalegt. Já hælar skulu það vera alla ferðina. Ég hef svolítið verið að æfa mig á gullhælunum nýju og eru þeir, svona eftir nokkrar blöðrur og sár, bara að reynast vel. Maður verður bara að herða sig upp.

luv h

|

laugardagur, maí 20, 2006

Ég hata gæsir!!!

Ég skil ekki gæsapartý og kannski þess vegna hata ég slíkar samkomur. Hvað er svona æðislega flippað að vera GÆS í mjúnderingu skítfull meðan hinar hænurnar elta í einni röð flissandi, misfullar og í misljótum borgaralegum klæðnaði og pína tilvonandi frú til að sprella fyrir framan vegfarendur. Ég bara næ þessu ekki.
Þegar ég gifti mig sem er mjög fljótlega skal ég segja ykkur þá ætla ég að vera með mína eigin gæsaveislu og bjóða bara þeim sem ég treysti að hati þetta hafn mikið og ég. Það er þá fyrst sem hægt er að búast við Geggjaðri stemmningu.

luv Geða

|

þriðjudagur, maí 16, 2006

Sat með Gulla Helga í mat í gær, við vorum bara að tjatta um hitt og þetta. Ég geri fastlega ráð fyrir því að vinahópur minn stækki næstu daga og það verði meira um Celeps og minna um smælingja.

Og svona by the way, þá hef ég núna gengið tvo daga í röð í gulrótarsniðnu skinny jeans buxunum mínum og tek mig bara vel út. Ég reyndar sleppi því að vera í flatbotna ballerínuskóm, við buxurnar, eins og Kate Moss, það var ekki alveg að virka, er nefnilega með frekar bústin læri.

luv h

|

föstudagur, maí 12, 2006

Ég er að breytast í spikfíl af öllum þessum langlokum sem ég moka í mig á hverjum degi. Og það versta er að ég fatta ekki hvernig keppirnir hlaðast utan á mig. Ég æddi inn í búð í gær og keypti mér Skinny jeans, mátaði þær ekki því ég var alveg fullviss um að ég smellpassaði í þær. En þegar ég mátaði þær þegar heim var komið eða við skulum segja reyndi að máta þær þá var ég geggjað fín svona upp að hnjám en lengra komust þær ekki.
Ég skipti auðvitað buxunum upp í risastærð sem þýðir einfaldlega að ég geng ekki í Skinny jeans eins og allar stjörnurnar heldur í einhvers konar pokabuxum eða buxum í ætt við gulrótarsniðið vinsæla.

Niður með langlokur og pítusósur
Upp með Skinny Jeans

|

föstudagur, maí 05, 2006

Nýja vinnan er æðisleg og ég vinn í sama húsi og Ásgeir Kolbeins og ég er nýbúin að kaupa mér gullskó. Er því hætt að reyna að komast á fast á börum bæjarins. Þetta græjast allt saman í vinnunni. Okeí.

Adios H

|


Já maður er virðulegur. Svo brjálað að gera að pósa að ég helli niður hahah.

|

mánudagur, maí 01, 2006

Er einhver sem fílar Tony Almeida betur en Jack Bauer? Það á náttúrulega ekki að gerast en SPÉ finnst Almeida æði. Alveg eins og þegar allir héldu upp á Kristján Ara í handboltanum þá hélt SPÉ með Einari Þorðvarðar en fáir gerðu það því hann þótti ekki gæjalegur.


Helen Bauer

|