Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

fimmtudagur, september 29, 2005

Ég var víst klukkuð af Erlu. Einhver ægilegur stuðleikur í bloggheiminum. Á að segja frá einhverjum fimm hlutum um mig. Einhverjir sjálfsagt vita þetta en aðrir ekki, þannig er það bara.

1. Dansaði breakdans með New York City Breakers þegar ég var 12 ára. Eyddi öllum sparipeningnum í námskeiðið.

2. Var látin sitja eftir hjá ógeðslega leiðinlegum tónmenntakennara í 12 ára bekk af því ég kaus að dripla brennibolta í heila kennslustund.

3. Var alltaf með legghlífarnar snargirtar upp á hné og þráðbeinar. Vildi ekki vera eins og almúginn með púffaðar legghlífar. Var sirka 13 ára.

4. Þóttist alltaf vera sofandi í strætó ef ég sá einhverja leiðinlega sem ég þekkti koma inn í vagninn. Gerði þetta á öllum mínum strætóárum.

5. Ég var klippt út úr auglýsingu hjá Landsbankanum þrátt fyrir að spila stórt hlutverk.

Svo klukka ég Jórunni og Ídu í Englandi.

|

mánudagur, september 26, 2005

Hoj hoj,

Í dag var fyrsti dagurinn í einkaþjálfun. Já ég var svo heppin að hún Laufey mældi okkur Sólrúnu bak og fyrir. Maður ætti kannski að fara í svona mælingar reglulega til að fá smá sjokk. Eg skilaði líka inn matardagbók fyrir síðustu viku sem var allt í lagi nema ég fékk mér 2 kókosbollur síðasta mánudag og um helgina drakk ég Berneisísósu og borðaði rækjusalat af mikill áfergju. Svo runnu nokkrir ljúfir drykkir niður t.d. eins og vodka í kók.
Af hverju hefur engin í heiminum framleitt majoneslaust majones - ég skil þetta ekki.

Ciao H. Berneisí

|

föstudagur, september 23, 2005

Ég vil óska henni Ínu hjartanlega til hamingju með farmiðann sinn til London þann 14. október. Mikið hrikalega verður gaman að fá að rogast með Trompsystur minni á Balance og aðra góða staði. Nú er bara að vona að aðrar Trompsystur, Klámklúbbssystur, Geirasystur, Vöðvasystur og fleirri klúbbasystur sem ég á bóki sig.

Vinsemd og virðing
h

|

fimmtudagur, september 22, 2005

Ég verð í London 13. til 16. október. Dagskráin fyrir þann tíma er að verða mjög stíf. Er að fara að hitta prófessorinn minn en það er aukaatriði í annars þéttri dagskrá. Geri ráð fyrir Dinner og djæfi í Brooks Mews, drykkju á Balance og dansi við austur evrópubúana á Zoo. Ég vil bjóða London, Brighton og Portsmouthbúum sem þetta lesa i gott partý á Shooters á laugardeginum 15. október til að fagna vetrinum.
Og þið sem þóttust ætla með út - drullist til að panta miða.

Arívaderchi
h

|

þriðjudagur, september 20, 2005

Hoj hoj,

Það er svo klikk mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég hef varla tíma til að blogga. En málið er að ég er sem sagt að vinna í OR og eftir vinnu fer ég heim að gera ritgerðina mína. Uhhhuu ekki mikill tími til að hitta skemmtilegt fólk en ég reyni að skvísa því svona inn á milli dagskrárliða. Náði um helgina að skella mér úti á lífið og endaði svo EIN heima með samloku og franskar og kokteilsósu. Já afar áhugavert líf. Ég gæti svo sem bloggað um change management in mergers and acquisitions en ætli nokkur hafi áhuga á því.
Ég stefni á London á næstu vikum að hitta kennarann minn og svo þarf ég að fara aftur í lok október að losa íbúðina. Ekki má gleyma Gucci töskunni sem ég ætla að kaupa mér fyrir fyrstu launin mín - nammi nammi nammi.

h

|

sunnudagur, september 18, 2005

Myndablogg

Helvitid hun Greta a OLSTOFUNNI
Myndina sendi ég

|

fimmtudagur, september 15, 2005

Það er bara kreisí að gera hjá mér í vinnunni og að skrifa mastersritgerðina því hef ég bara ekki verið í stuði til að blogga. En ég mun skrifa einhvern fallegan pistil um hvað líf mitt er æðislegt um helgina.
Allt í lagi bless bless
Hessa hressa

|

sunnudagur, september 11, 2005

Myndablogg


Elisabet Narda à Gràa

Myndina sendi ég


|

föstudagur, september 09, 2005

Ég er á leiðinni til Íslands í dag til að vera næstu mánuði alla vega. Ég sé ykkur þá bara á röltinu á Laugaveginum kæru vinir.

luv h

|

miðvikudagur, september 07, 2005


Katrin Erla saeta Posted by Picasa

|


For i heimsokn til Nonnu og Kjartans a Selfossi ad skoda nyja husid teirra og audvitad kom hun Sunna med Posted by Picasa

|


Mynd af Burt sem eg fekk gefins fra Totlu - fer klarlega a vegginn vid hlidina a Derrick Posted by Picasa

|


Rina, Lofa og Eyglo Posted by Picasa

|


Mikilvaegt ad dansa me� tvo glos hahah Posted by Picasa

|


Ina og Sara Posted by Picasa

|


Ingibjorg tok godan snuning i Videy Posted by Picasa

|


Og allir toku sma danssnuning i Videy Posted by Picasa

|


Stu� � Vi�ey hj� DBM og AS Posted by Picasa

|

laugardagur, september 03, 2005

Hér sit ég í Fareham að passa börn og bú því Jórunn er auðvitað í ástarferð en það er allt í lagi hér er 25 stiga hiti og hef ég náð afar miklum lit í dag og lesið fullt. Getur ekki verið betra. Það er nú ekki mjög mikið álag á leigumóðurinni frá London. Björn Ari er úti alla daga að leika sér og Sóla er auðvitað snarfullorðin og græjar sig sjálf.
Við Jórunn fórum aðeins á Tiger Tiger í gær í nokkur rauðvínsglös og hittum Welskan strákahóp, þeir voru mjög skemmtilegir en aðeins og tjöbý fyrir okkar smekk. Tja það geta ekki allir verið tvö kíló eins og ég.


Spect
h

|