Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

föstudagur, mars 17, 2006

|

Ég hitti mann í gær sem sagði að ég væri holdgervingur kvenrembusvíns hahah. Ég sem þekki manninn ekki neitt og tja já sagði voðalega fátt við hann. Þetta eru hversdagslegu ævintýrin sem maður lendir í sí svona á fimmtudagskveldi eftir hvítvín og sushi. Já maður á bara að halda sig heima við.
luv h

|

fimmtudagur, mars 16, 2006

Myndablogg

Sushi og hvìtt
Myndina sendi ég

|

miðvikudagur, mars 15, 2006

Myndablogg

Skorri virdulegi
Myndina sendi ég

|

föstudagur, mars 10, 2006

Það er svo rosalega margt fólk sem ég þoli ekki og ég skil ekki af hverju akkúrat þetta fólk er endilega að reyna að spjalla við mig og svona. Ég hélt að það færi ekkert á milli mála þegar mér líkaði ekki við fólk. Og sökum meðvirkni þá er ég að reyna að halda uppi samræðum við þetta lið þegar það kemur smjaðrandi í átt að mér en er líka að reyna að vera ekki kammó en samt.
Það getur alveg eyðilagt fyrir mér daginn að lenda í þessu helvíti.

Vinsemd h

|

miðvikudagur, mars 08, 2006

Ég get ekki beðið eftir næstu helgi. Þá ætla ég nefnilega ekki að láta áfengi inn fyrir mínar varir. Síðustu tvær helgar hafa verið ansi annasamar en mjög skemmtilegar þó. Sushi og hvítt síðasta föstudag og Idol á Prikinu með aðeins meira af hvítu og svo Ölstofan og Vegamót þar sem var dansað við Privat Dancer og gott ef ég skipulagði ekki eitt stykki Karíókíparty:) Og Voda gengi í mat á laugardeginum þar sem umræðan snérist mikið til um gyllinæð og aðra kvilla sem hrjá ófrískar konur.
Sjáumst EKKi á barnum næstu helgi
adios h

|

föstudagur, mars 03, 2006

Hvítvín og Sushi í kvöld. Kemur einhver með eða þarf ég að fara ein?

Ég er búin að gefa upp alla von að komast einhvern tímann á sjans. Einn 8 ára vinur minn segir að ástæðan fyrir því að ég eigi ekki kjéreste sé að ég sé bara OF FLOTT.
Já þar hefur maður það, maður er bara of flottur hahah. Yndislega fallegt að segja þetta.

luv h

|