Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

föstudagur, apríl 29, 2005

Það er þvílíkt búið að jaska manni út í vinnibúðunum hér í Portsmouth. Ræs klukkan 7.30 og lært til 16.00 ekki slæmt það. Stefnan tekin á bókasafnið á morgun og í fjallgöngu annaðkvöld pjúff. Afmæli á sunnudag og spáð 25 stiga hita - það skyldi þó aldrei vita að maður myndi ná smá lit í próflestrinum.
Hilsen H

|

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Það er nú meira hvað ég er ljót í dag og ég sem er að fara á Chelsea - Liverpool í kveld ussusvei. Þá er bara um að gera að spassla vel á sér andlitið ef maður skildi nú hitta Maradonna eða einhvern annan sætan. Úti er einmitt afar drungalegt og sjálfsagt fer að rigna fljótlega. Það setur mig í geðveik vandræði því ég á ekki nógu smart regnkápu til að rogast í á leikinn. Það væri nú munur að eiga Bjúrbjúrís regnheldan rykfrakka til að skella sér í.
Og mamma hjartanlega til hamingju með að vera farin að lesa bloggið hjá einkadóttur þinni og nú vil ég fara að fá einhver 'comment' frá þér.
luv

|

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Haldið þið að það sé ekki bara dömudagur í London 7. mai fyrir allar íslenskar dömur sem búa hérna. Guð hvað ég hlakka til. Ég er mest stressuð yfir því að þetta verði ekki jafn rosalega flott á dömudagarnir sem hafa verið á Íslandi en hey ég legg allt mitt traust í hendurnar á stelpnunum sem sjá um þetta.
Annars er bara allt fínt að frétta ég er að skila verkefnum á skrilljón þessa dagana og hef komið mér upp svona ansi góðri vinnuaðstöðu heima, sit þar öllum stundum, þamba rótsterkt kaffi og reyni að vera gáfuleg. Planið framundan er að fara í lærdómsbúðir til Jórunnar og co. í Portsmouth nú og svo auðvitað í afmæli til Björns Ara og Sólu.
Af Balta og Ingvari, nýju refabörnunum, er það að frétta að þeir eru horfnir ásamt Pétri Pálma pabba sínum. Og hvert þeir fóru veit ég ekki - en við gáfum þeim kjúkling að borða um daginn, kannski eru þeir steindauðir bak við skúr með kjúklingabein fast í hálsinum. Kannski Björn og Sóla fái bara refaskykkjur í afmælisgjöf. Nei ég segi svona.
Með þeirri bestu hugsanlegri kveðju,
hb

|

sunnudagur, apríl 24, 2005


Guðrún Eva og Gígja dætur minar sem komu í heimsókn til London Posted by Hello

|


At Starbucks in Soho showing of the new stuff. Posted by Hello

|


Qinli my friend from Uni with her new Fendi sunglasses and the new bag from the company I can´t remember the name of Posted by Hello

|


Pétur Pálmi og refabarnið Baltasar en by the way þá eru refabörnin tvö en ekki eitt. Posted by Hello

|


Stebbi og Eyfi Posted by Hello

|


ÆÖ og Erin í stuði á tónleikunum Posted by Hello

|


AS og hljóðmaðurinn unnusti minn alveg rosalega sætur strákur ha Posted by Hello

|

Heimilismeðlimum á Shotters Hill hefur fjölgað. Jú haldið þið ekki að Pétur Pálmi þrífætti refurinn minn sem hangir í garðinum sé búin að eignast refabarn. Ég fékk auðvitað algjört sjokk því ég hugsaði strax að PP væri þá kvenkyns en svo gæti vel verið að í refaheiminum þá sé það algengara að karlkynið sé heimavinnandi - hvað veit maður. Guð þvílíkt sjokk en litla refabarnið mitt er algjört krútt og mér sýndist það í morgun vera að veiða dúfu sér til matar. Eða hvað borða refir ég vildi endilega henda harðfisk og einhverju fínerí úti í garð en ég var stoppuð því ÆÖ hélt að refabarnið gæti kafnað og ekki viljum við það. Er að reyna að ná mynd af refnum en hefur ekki tekist ennþá. Svo er bara að finna nafn á hann/hana.
Jæja þarf því miður að henda mér i Sushi í Japanese Centre hér í borg en þar er víst besta Sushi í heimi.

|

laugardagur, apríl 23, 2005

Guð hvað það var gaman í gær á Stebba og Eyfa þeir tóku alla gömlu góðu slagarana og ég stóð við mitt og hringdi nokkur vel valin símtöl og söng hástöfum. Svo varð ég alveg yfir mig ástfangin af hljóðmanninum og tók auðvitað mynd af honum sem ég set inn á bloggið. Ég var mjög dugleg í gær fékk mér bara nokkra drykki og var komin heim fyrir 1 sko þetta getur maður. Enda er heilsan afar góð og ég sit við skriftir eins og óð væri. Það sama er ekki hægt að segja um sambýlinga mína því í íbúðinni er létt bjórský og þau duttu heim undir morgun eftir mikið stuð á börum bæjarins. Dagsrkáin framundan er mjög stíf - læri læri læri. Ætla reyndar að hitta tvo gamla vandræðaunglinga sem í dag eru virðulegar mæður og ráðsettar en þær eru í húsmæðraorlofi í London og hringdu auðvitað í meðferðarmóður sína hvað annað.

|

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Á föstudaginn eru Stebbi í Stefán Hilmarson og Eyfi í Eyjólfur Kristjánsson að spila á púbb hér í Londres. Íslendingafélagið er með eitthvað sprell í gangi og ég ætla að mæta upp úr 4 til að ná góðu borði. Get ekki beðið eftir að syngja Nínu og alla hina slagarana. Ég er líka búin að pæla svolítið í hvaða dressi ég ætla að fara og þar sem ég er algjör þræll tískunar þá verður svart sígaunapils með glimmerþráðum fyrir valinu og ætli ég skelli ekki upp einhverjum góðum túrban og skikkju til að kóróna heildressið. Annars gæti ég kannski reynt að troða mér í gulu Aladín buxurnar sem ég fermdist í bara upp á stemmninguna. Þeir sem vilja ekki heyra í mér á föstudaginn þegar ég hringi upp úr miðnætti síkát skulu bara hafa símann sinn á Silent aðrir geta beðið spenntir.

|

mánudagur, apríl 18, 2005




Helvíti vandræðanlegt að vera laaaang síðstur


Póstbloggfærslu sendi ég


|




Ég mjög busy við að hlaupa með


Póstbloggfærslu sendi ég


|

sunnudagur, apríl 17, 2005

Ég hef nú aldrei verið eitthvað sjúk í að horfa á langhlaup en í dag breytti ég út af vananum og var komin út fyrir kl. 9 til að hvetja hlauparana í Londonar Maraþoninu - jebb þetta getur maður. Hlaupið byrjaði einmitt fyrir utan húsið hjá mér og var afar mikil stemmning. Reyndar held ég að ég hafi sjálf náð hálfu maraþoni því ég hljóp eins og vitlaus manneskja á milli staða til að geta séð hlauparana aftur. Tók auðvitað fullt af myndum eins og maður gerir í svona aðstæðum og klappaði heil ósköp og mér sem finnst meira að segja leiðinlegt að klappa.
Spurning hvort meðlimir líkamsræktarfélagsins Vöðvans ættu að hlaupa á næsta ári eins og hálft maraþon. Getum það alveg ef við byrjum að æfa fyrir það NÚNA - eða kannski er bara best að fá sér smá kókosbollu og bjór.
Luv Sebastian Coe - eða var hann ekki maraþon hlaupari

|

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Ég er alveg orðin strákasjúk og er að spá í hvort einhver strákur sem les þetta geti mögulega byrjað með mér??? Málið er nefnilega að bara í dag er ég búin að sjá fjóra mjög sæta sem ég varð skotin í - einn var úti að hlaupa og þegar ég mætti honum þá var hann með svo góða lykt og auðvitað kjút og allt það - svo var annar í lestinni svona business maður með svo fallegt hár og svo var einn í skólanum og svona gekk þetta í allan dag.

|

mánudagur, apríl 11, 2005

Jæja þá er týpukeppnin sem hefur hingað til einkennt Notthing Hill komin til Blackheath. Sem sagt ef maður ætlar að eiga eitthvað í þetta lið sem leggur flottu bílunum sínum fyrir framan kaffihúsin hérna þá verður maður að vera í eftirfarandi dressi: Mjög stór sólgleraugu og helst eitthvað höfuðfat (húfa eða einhvers konar mínihattur), quartz hermannabuxur og hælar við, þröngur leðurjakki eða pels og ekki verra ef húðliturinn er bronz. Það sama gildir um herrana nema kannski sleppa hælunum - og þó.
Sjálf fór ég sem betur fer á hælum í týpukeppnina en stakk þó í stúf því ég var í hörbuxum og vafðri stuðpeysu - andskotans mistök voru það.

Sem sagt elsku vinir sem ætlið að koma í heimsókn - endilega koma með þetta heildress svo ég þurfi ekki að skammast mín fyrir ykkur.

Luv Helen mega týpa

|

sunnudagur, apríl 10, 2005

Datt í túristann í gær og skellti mér ásamt Erin á Portobello í Notting. Alltaf gaman að koma þangað og gerðum við ekkert annað en að fá okkur bílstjórahressingu, hanga í bókabúðum og plötubúðum og skoða allt fallega skartið. Æi svo í dag ætla ég bara að fá mér almenninlegan tvövaldan kaffi latte á Chapter Two kaffihúsinu sem ég uppgötvaði í hverfinu mínu og er eini staðurinn í allri London sem maður getur fengið sterkan latte. Nú ætli maður læri ekki svolítið og reyni að vera hress.
luv

|

föstudagur, apríl 08, 2005




Alveg rólegar á týpunni


Póstbloggfærslu sendi ég


|




Ernir og Mirra


Póstbloggfærslu sendi ég


|




Skorri doldið reffilegur


Póstbloggfærslu sendi ég


|




Lovísa kjútípæ


Póstbloggfærslu sendi ég


|




Þór sjúklega sæti og Helen ekki alveg jafn sæt


Póstbloggfærslu sendi ég


|

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Það er nú meira álagið á mér. Ég þurfti að skella mér á Chelsea - Bayern Munchen í gærkveldi og alveg róleg á hvað það var geðveikt. Ég var líka svo heppin með sæti, sat á milli ítalskra vel snyrtra herramanna og naut mín vel enda fór ég svo dragfín á völlinn. Mér fannst nú eitthvað skrýtið í miðjum leik þá gaus upp þessi mikla hlandfýla - ég í stresskasti lít á sessunauta mína og reyni að kíkja hvort þeir séu nokkuð hlandblautir en svo var ekki. Ætli ég hafi bara ekki mígið á mig í öllum æsingnum?

|

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Þá er ég komin heim til London eftir yndislega ferð til Íslands. Ég náði nú að taka nokkrar myndir í ferðinnni og ætla að skella þeim inn á eftir. Ég held að það sé best að ég hendist í leikfimi og brenni nokkrum lambakjöts- og súkkulaðikílóum en það verður að viðurkennast að ég mönsaði aðeins á Íslandi ans ans vesen.

|

sunnudagur, apríl 03, 2005


Stimmi

Myndina sendi ég


|


Dæturnar

Myndina sendi ég


|


Và mjòar

Myndina sendi ég


|


Mirra eda Eyfí eins og hùn er alltaf köllud

Myndina sendi ég


|


Sara, Mirra og Lòfa

Myndina sendi ég


|