Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Ég er komin aftur til London eftir afdrifaríka ferð til Íslands. Jú maður er komin í virðulega vinnu hjá Orkuveitunni næstu mánuði í tímabundið verkefni. Ég verð eitthvað í London um helgar að stússast í ritgerðinni en aðallega á Íslandinu góða. Það er æði að koma til London þótt Ísland sé æði. Hér er búið að vera um 30 stiga hiti, fólk situr léttklætt á kaffi og veitingahúsum með öl í hönd ohhhh það er nu mjög kósý. ÉG er ekkert að setja út á rokið og rigninguna í Reykjavík í morgun, það var voða notalegt líka að berjast við vindinn kappklædd hehhee. Sé ykkur næst í rokinu í London eftir þetta 10 daga.

Luv Hessa Verkefnastjóri

|

föstudagur, ágúst 26, 2005

Myndablogg


Madurinn minn og konan hans

Myndina sendi ég


|

mánudagur, ágúst 22, 2005

Ég datt í svona sunnudagsstemmningu í gær, það var rosa gott veður og ég á röltinu um borgina að sýna mig og sjá aðra. Mest var ég þó í því að skoða fólk og þá kannski aðallega pör. Sum voru mjög kjút saman en stundum var konan ljótari en maðurinn og öfugt. Ég vona svo innileg að ég eignist ekki ljótan kærasta - en væri það ekki alveg týpiskt, komin á þennan eftirlaunaaldur og loksins að maður fái sjans að þá stökkvi maður bara strax til. Sjálf er ég nefnilega mjög sæt, alla vega svona lala og ég get ekki hugsað mér að vera með ljótari manni en ég er - hann má alveg vera sætari. Uhhmm strange þá verð ég ljóti aðilinn í samabandinu. Nei ég vil að við verðum jafnsæt. Ha þá er búið að redda því. Ég þarf aðeins að kíkja í bæinn í dag og ætli ég leiti ekki að einhverjum svona jafnsætum og ég.

|

föstudagur, ágúst 19, 2005


Mer finnst eg svo naudalik Lalla Jones Posted by Picasa

|

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Ég er orðin svo góð með mig að ég ætla heim AFTUR í nokkra daga í næstu viku. Ég þarf nefnilega að hendast í atvinnuviðtal og smá stúss. Segi betur frá þessu öllu ef af verður. Ég er líka orðin tvö kíló. Þetta er fyrsti dagurinn í afar nýjum kúr. Því ég er alltaf með drullu og að andast í maganum þá hef ég tekið þá stefnu að taka út allar beljuvörur. Já flott skal það vera.

|

þriðjudagur, ágúst 16, 2005


Svo var lika bara kosy stemmning Posted by Picasa

|


Einhver treyta i mannskapnum daginn eftir - nei nei Posted by Picasa

|


Haldid af stad a Sketch - tvaer afar virdulegar Posted by Picasa

|

mánudagur, ágúst 15, 2005

Þá er afar viðburðarrík helgi liðin og ætla ég að reyna að muna einhver atriði:

Á föstudaginn var Sketchkvöld á Brasseríinu og verð ég að segja að þar er maturinn afar spes. Ég fékk t.d. í aðalrétt einhvers konar gæsalifursteninga og hráskinku bita þegar ég hélt ég hefði pantað risa gæsasteik en vínið rann ljúflega niður og þjónninn var mjög sætur. Við dvöldum ekki lengi á Sketch þar sem stemmningin var frekar róleg en við ekki rólegar. Eftir kokteila hér og þar um bæinn fórum við að dansa og OMG alveg róleg á öllum gylliboðunum sem við fengum - mest þó frá mönnum frá Austur Evrópu sem við áttum afar erfitt með að skilja en vildu ólmir kynnast okkur betur. Við skildum þá eftir í reyk enda pottþétt hnífastungumenn og ræningjar.

Laugardagurinn fór í sjopp hjá stelpunum en ég lá rænulaus yfir maraþonhlaupi á Heimsmeistarmótinu sem að lokum svæfði mig. Kvöldið fór í bjór og Dirty Dancing, Thelma og Louis og Bridget Jones Diary gláp. Ég rifjaði upp gamla danstakta, Árdís flissaði yfir halló atriðum og Tótla grét yfir hverju einasta atriði og skammaði okkur fyrir hávaða.

Sunnudagurinn fór í kokteila, G&T og Procecco drykkju í Camden og Kennsington. Hittum engan frægan nema þó Danny De Vito. Enduðum á Balance og hittum strákana, þeir eru bara æði.

Og svo vorum við að koma af söngleiknum Mamma Mia og hann er æði. Við vorum orðnar svo hryllilega hrifnar af dansgæjunum og reyndum að komast backstages á gömlum danstöktum en tókst ekki.

Með þeirri bestu hugsanlegri kveðju
h

|

föstudagur, ágúst 12, 2005

Í gær var svona dýraþemadagur hjá mér. Ég byrjaði daginn á því að berjast við RISA könguló hún var kannski svona jafnstór og lófin á mér. Sem betur fer er ég orðin alvön köngulóarbani og vopnuð ajax brúsanum og vatni og bréfi náði ég helvítinu og DRAP hana og hafi gaman af. Nú svo var einn geitungur sem kaus að fremja sjálfsmorð með því að fljúga ansi oft á stofugluggann minn. Í lok dagsins gekk svo köttur í rólegheitum inn í stofu til að heilsa upp á mig. Litla sílið hafði stokkið inn um eldhúshurðina og langði bara í kaffi eða kannski mjólk.

|

fimmtudagur, ágúst 11, 2005


Og Totla virdulegur heimsoknargestur um helgina Posted by Picasa

|


Ardis virdulegi heimsoknargestur a B9 Posted by Picasa

|


Brjalad ad gera hja Hans Kristjani og Degi ad lita Posted by Picasa

|


Bjorn Ari me� hvitvin i gardinum - eda kannski bara kok Posted by Picasa

|


Brennuvargarnir Emma og Bjorn Ari i gar�inum a Shooters Posted by Picasa

|


S�la, J�runn, Rut og Emma � mat � Shooters Posted by Picasa

|

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Nú þar sem Tótla og Árdís eru að koma um helgina þá ákvað ég að panta á kreppunni (Brasserinu) á Sketch - og konan sem tók við pöntuninni varð mjög impressed þegar hún sá að ég hafði borðað áður hjá þeim og á Michelin staðnum. Ég held að hún hafi verið að hneigja sig þegar hún talaði við mig svo mikil var virðingin. ÉG veit alla vega núna að maður spyr ekki um vín hússins og að maður pantar sér forrétt og aðalrétt til að líta ekki út eins og smælingi. Ég veit ekki alveg hvort ég ætli að vera í hjólabuxum eins og síðast en ég ætla alla vega að vera í HÆLUM. Hún Árdís litla er nefnilega svo hryllilega andstyggileg alltaf og neitar að vera í hælum þegar hún kemur til Lon. Hún bara skilur svo illa hugmyndafræðina að maður verður bara að vera sárfættur en sætur á barnum. Ég legg allt mitt traust á Tótlu að hún pakki niður fyrir hana og laumi með eins og einum snarháum með.
Með virðingu H

|

mánudagur, ágúst 08, 2005

Dagskráin framundan er eftirfarandi:
Á morgun ætla ég til Brighton í snyrtingu og kaffi til Gunnu Lísu og co.
Á miðvikudag ætla ég að læra og hitta Ídu í early dinner á Balance
Á fimmtudag ætla ég að læra og horfa á nokkra þætti af nýju seríunni af 24 (þrátt fyrir að hafa næstum misst trúna á Jack Bauer eftir að hann grét eins og ungabarn í síðustu seríu:) en gef honum annan sjans.
Á föstudag ætla ég að taka á móti Árdísi litlu en hún er einmitt að koma fínt í heimsókn. Mig grunar nú að við eigum eftir að kíkja aðeins á strákana og taka léttan snúning.
Nú svo er alltaf verið að stinga fólk og drepa hér í London og ætla ég að gera mitt besta að verða ekki fyrir hnífstungu þessa helgina.
luv h

|

laugardagur, ágúst 06, 2005

Í dag eru vaktaskipti á Shooters. Mamma og pabbi eru að fara heim til Íslands og Jórunn, Sóla, Björn Ari, Rut og Emma ætla að koma í tvo daga frá Portsmouth. Já það verður aldeilis stuð á heimilinu. Ætli við Jórunn látum ekki bara börnin bera í okkur veigar og annað slíkt í kvöld - nei ég segi svona.
Annars dreymdi mig Satan sjálfan um daginn og samkvæmt draumráðningabók á maður víst að leita læknishjálpar ef mann dreymir hann. Ég ætla bara að panta mér tíma í dag í allsherjar læknisrannsókn.
Með þeirri bestu hugsanlegri kveðju

|

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Það er bara svo brjálað að gera hjá mér að ég hef varla tíma til að skrifa. Eða þannig. Skrifa meistarverkið hálfan daginn og leik við mömmu og pabba hinn helmingin af deginum. Svo ligg ég í sófanum á kvöldin alveg niðursokkin í Su Doku krossgáturnar og læt bera í mig mat og aðrar veigar - en mamma er yfir pottunum frá því maður vaknar og til sólseturs.
Það er svona smá skrýtin stemmning hérna í Lon í dag því það er mánðuður frá sprengingunum ógurlegu. Lestarstöðinni og nærliggjandi götum var lokað áðan í hverfinu mínu og allt morandi í löggum - það var víst eitthvað Alert í gangi eins og ein eldgömul, spikfeit og illa lyktandi kona sagði mér. Já já maður hélt bara ró sinni og reyndi að spotta út sæta löggumenn á meðan þetta ástand gekk yfir. Náði þó að kaupa bleika All Star skó á svona 7 mánaða gamalt stúlkubarn meðan leitað var að sprengjunni. Spurning hvort ég tími að gefa þá eða fari bara að safna fyrir mín eigin börn. Kannski ég ætti að setja mér markmið að vera búin að láta barna mig fyrir næstu jól - tja maður hefur nú sett sér vitlausari markmið en það.
luv

|