Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

sunnudagur, október 31, 2004


Ég missti af barnapartýi á Íslandi og var ekkert smá svekkt.

Póstbloggfærslu sendi helenb


|


Pétur Pálmi að hvíla sig

Póstbloggfærslu sendi helenb


|


Hjónin og ég á International

Póstbloggfærslu sendi helenb


|

Ég er búin að ættleiða nýtt gæludýr. Það er særður refur sem liggur í garðinum mínum og ég hef nefnt hann Pétur Pálma. Í gær voru bæði Pétur Pálmi og íkornin Garðar Friðrik að skottast í garðinum. Ég ætla að setja inn mynd af PP svo þið getið séð þvílikur gæji hann er.
Áðan kom fjögurra ára drengur með foreldrum sínum og dinglaði hjá okkur. Hann var klæddur eins og galdramaður, það er nefnilega Halloween í dag. Og guð hvað hann var krúttilegur. Ég fyllti auðvitað pokann hjá honum af íslensku nammi. Ævar Örn vill endilega klæða mig upp í stuðbúning og fara með mér í hús.

|

laugardagur, október 30, 2004

Sólrún og Snævar komu í gær og ætla að vera yfir helgina - gaman gaman. Við höfðum tjill dag í gær en náðum þó að fá okkur nokkra bjóra og kokteila -afar mikilvægt. Ætlum að taka kvöldið með trompi kannski að fara í Halloweenpartý eða þvælast um bari Soho í leit að frægum.
Hjónin eru rokin á Portobello og ég komin með nefið í námsbækurnar.
h

|

þriðjudagur, október 26, 2004

Djöfulli er gaman að djúsa. Hitti áðan Krisínu Maríu og Kristínu Ó. og við náðum að fá okkur nokkur rauðvínsglös sem er bara helvíti fínt svona á þriðjudagskvöldi. Annars sá ég mann áðan í lestinni á leiðinni heim. Hann var í skóm, jakk og buxum eins og Michael Stipe er alltaf í. Ég hélt að ég hefði dottið í lukkupottin og séð einn frægan. Svo sá ég framan í hann. Hann var með skúffu. Helvítis......
Svo finnst mér svo leiðinlegt hvað Tweed buxur fara mér illa. Ég er búin að þvælast búð úr búð í leit að rétta sniðunu. Og ónei aldrei finn ég það rétta... helvítis mjaðmirnar eru alveg að drepa mig. Verð einhvern vegin að reyna að skera af þeim fyrir næstu búðarferð.

luv h

|

mánudagur, október 25, 2004

Það er eins gott að ég fái vinnu sem forsætisráðherra Bretlands eða alla vega að ég fái að vera aðstoðarstúlka ráðherrans. Það er nú ekkert eðlilegt hvað Bretar eru sjúkir í að setja lög um hitt og þetta. Er sem sagt að lesa um Employee Relations í tengslum við Trade Unions og er að andast yfir öllum þessum lagasetningum. Ekki veit ég hver önnur grein íslensku stjórnarskrárinnar er en ég get þulið upp flest lög tengd Empl. Rel. í UK frá aldamótum 1900 how about that. Svo fíla ég M. Thatsher í botn því hún er alveg ótrúlega flott pía - klikk mikill kapitalisti og ekkert kjaftæði í gangi. Kennarinn minn í þessu fagi fílar hana greinilega ekki enda er hún rauðbirkin með apecut og alveg pottþétt í formennsku fyrir eitthvað ands.... verkalýðsfélag.
H. Thatshersdóttir

|

sunnudagur, október 24, 2004

Mikið rosalega geta breskir karlmenn troðið miklu af dóti (síma, veski, vasaklúta, klink ofl) í framvasana á buxunum sínum. Þetta fer geðveikt í taugarnar á mér. Sjá þá rogast með allt þetta í vösunum. Asnalegt. Þeir eiga bara að fá sér hliðartösku ef þeir þurfa að ferðast með svona mikið af dóti.
Annars er ég búin að vera í sveitinni alla helgina (Wycombe rétt hjá Oxdord) með skólanum mínum. Þetta var vinnuhelgi í Research Methods. Ég er bara búin að vinna og borða þriggja rétta máltíðir í öll mál þessa helgi.
Æi ég nenni ekki að skrifa meira er dofin í hausnum og ætla að henda mér í sófann með nammi, snakk og brennsa.

h

|

miðvikudagur, október 20, 2004

Þegar ég flutti út þá heyrðist ansi mikið brak í rúminu, hjá fólkinu á efri hæðinni, þegar það var í ástarleikjum. Ég var svona um það bil að verða geðveik og óskaði mér þess heitast að parið fengi sér betra rúm. Og í vikunni var ósk mín uppfyllt. Það sem er hins vegar verra er að nú heyrist ansi mikið í herranum við þessa ástarleiki. Og enn verra finnst mér að mæta hlunkinum á morgnanna í andyrinu og reyna að vera með svona "ég heyri nú aldrei neitt í ykkur parinu" svip. ARRRG. Ég er að spá í að senda nafnlaust bréf til þeirra og útskýra þetta með hljóðeinangrunina í húsinu.

allt í lagi bless

|

þriðjudagur, október 19, 2004


Sá sætasti

Póstbloggfærslu sendi helenb


|

Mér var boðið í yndislegan lunch hjá Dóru og Degi í dag. Það er svo æðislegt að hafa þessa fjölskyldu í Lon. Takk fyrir að hafa flutt. Eftir mikið spjall og nokkur pússl við Dag tókum við léttan göngutúr í Kensington Gardens. Við vorum alveg á hælum og allt - sjúkkit. Náði að detta aðeins í Habitat og kaupa svona það sem mig bráðvantaði (eða ég tel mér alla vega trú um að mig hafi bráðvantað þessa kertastjaka, kerti og blómavasa).
Og hann Dagur er svo mikið uppáhalds. Hann er bara svo rosalega skemmtilegur og sætur. Verð eiginlega að setja bara inn eina mynd af prinsinum.
Luv

|

mánudagur, október 18, 2004

Getur einhver sagt mér af hverju flugur eru svona sjúklega heimskar? Ég sit heima að lesa og það er fluga hérna að gera mig geðveika. Hún kýs að fljúga alltaf á mig og endalaust að suða í eyranu á mér. Djöfulli ætla ég að drepa hana og alla hennar fjölskyldu ef hún lætur sjá sig. Það væri nú munur ef öll dýr væru jafn góð og Garðar Friðrik en hann er núna úti í garði að naga hnetur. Ég ætla að ættleiða hann og gera hann að íkornasyni mínum.

Ciao Geða

|

sunnudagur, október 17, 2004

Ohh hvað ég elska það að Dbm og fjölskylda sé flutt til London. Fór til þeirra í gær í rauðvín og bjór. Við Dóra fengum rosalega flottar gjafir frá Dagmari og Arnari sem eru nýkomin frá Egyptalandi. Svakalega falleg magadanspils. Ég smelli inn magadansmynd af okkur við tækifæri. Við erum að hugsa um að leigja okkur æfingahúsnæði, kaupa gettóblaster og bjóða fólki að koma í heimahús og dansa. Gætum bara grætt heilmikið á því.
luv h

|


Hin frægi Paulo - minnir hann ykkur ekki á einhverja teiknimyndafígúru

Póstbloggfærslu sendi helenb


|


Árdís og litlu unglingspiltarnir

Póstbloggfærslu sendi helenb


|

laugardagur, október 16, 2004

Það var alveg rosalega gaman í gær hjá okkur Árdísi. Fórum auðvitað út að borða sem frægt er orðið og svo hentumst við á Zoo þar sem allt annað var lokað. Þar kynntumst við tveimur drengjum og ég held í alvöru að þeir hafi ekki verið eldri en fimmtán ára. Og þeir voru svo rosalega skottnir í okkur og fannst við svo ómerkilegar að sýna þeim ekki athygli. Þeir eru í einhverri meiriháttar hljómsveit sem er víst á barmi heimsfrægðar (je right). Við kynntumst líka Paulo frá Brasiliu en hann er dyravörður á St. Martins hótelinu. Alveg klikk sætur og hann gaf mér emailið sitt og símanúmer ef ég myndi einhvern tíman vilja fá mér kaffi eða bjór með honum. Kannski maður verði bara í Sao Paulo um jólin. Tók fullt af myndum sem ég ætla að henda inn á eftir.

|


Restin af "Bay of Big" eftirréttinum

Póstbloggfærslu sendi helenb


|


Kampavínið fræga

Póstbloggfærslu sendi helenb


|

Hefur einhver af ykkur verið boðið kampavín í boði hússins á Asia de Cuba í London? Nei ég bara spyr af því mér var boðið það í kvöld.

h

|

fimmtudagur, október 14, 2004

"Það er draumur hvers bónda að fá að deyja í smalamennsku" Árdís Björk Jónsdóttir London 2004.

|

Árdís kom í gær til London og vá hvað það var gaman að fá hana. Höfðum að sjálfsögðu kósý kvöld þar sem við fórum að sjálfsögðu yfir hin helstu slúðurmál. Hún skrifaði níður lista áður en hún mætti svo hún myndi ekki gleyma neinu. Eins gott því annars hefði nú sjálfsagt gleymt að segja mér frá Jóganámskeiðinu sem hún er á.
Dagskráin næstu daga er mjög stíf.
Árdís ætlar í dag í verslunarleiðangur á meðan ég er á bókasafninu að læra. Á morgun tek ég mér hins vegar frí og þá verður ætt um hverfi borgarinnar í leit að ævintýrum og endað auðvitað á Acia de Cuba (nammi nammi túnfisksteik).
Á laugardag verður örugglega einhver markaðsstemmning í hópnum.

Respect h.

|


Við litlu molarnir i sófanum í náttbuxunum okkar að slúðra og drekka ódrekkandi
rauðvín

Póstbloggfærslu sendi helenb


|


Hildur Rut og Jói á leið í Shopping - duglegir krakkar að versla

Póstbloggfærslu sendi helenb


|

þriðjudagur, október 12, 2004

Þegar ég verð gömul þá langar mig að vera jafn krúttileg og góðleg og konan gamla sem sat við hliðina á mér í strætó í dag. Ég er bara ansi hrædd um að ég verði að vinna í þessu með krúttilega partinn get nú ekki beint talist krútt - eða hvað? Hvað góðmennskuna varðar þá er ég ekkert nema góðmenni og ætti skilið Stórriddarakrossinn. Jæja ég hef svo sem 50 ár eða svo til að vinna í þessu.

Bæ,
Krúttið

|

mánudagur, október 11, 2004

Ég bjó einu sinni á B9 sem var svona frekar lítil íbúð, allavega ekki hæð og ekki raðhús og ekki einbýli. Þá áttu flestir vina minna raðhús eða hæðir í virðulegum hverfum enda allt framkvæmdastjórar eða forstjórar lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
En í dag var ég að frétta að allt þetta gengi er komið með einbýlishúsaæði. Það er hver fjölskyldan á fætur annarri að kaupa einbýlishús. Og það þykir víst flottast að búa við hliðina á forsetanum, alþingismönnum eða prestum. Ég er alveg í hryllilegum vandræðum því mér finnst ég líka þurfa að kaupa einbýlishús. Ég er nú hreinlega að spá í að byrja að safna. Hver veit nema maður geti nurlað saman fyrir einbýli á Kjalarnesi með vorinu.

H.

|

laugardagur, október 09, 2004

Ég er búin að eiga skelfilegan þynnkudag. Gekk í AA samtökin í morgun. Hann er bara svo djöfulli harður húsbóndi hann Bakkus eins og Eygló orðaði það. Ég hitti sem sagt KM, Evu Huld og Eyrúnu eftir skóla í gær og ætluðum við bara að fá okkur tvö hvítvín og spjalla. En nei nei þetta endaði bara í tómu rugli.

Hlakka til að vakna ótimbruð á morgun og hendast á Brick Lane markaðinn í leit að borðstofuborði og heimsækja Dóru og fjölskyldu.

Vinsemd
h

|

Ég er svoleiðis löngu komin yfir það að vera ekki Petie. Eftiir skóla í dag var ég að leika við Kristinu Maríu,Evu Huld og Eyrúnu en þær eru allar menntaðari í jarðeðlislífræðibiologystuff og Arkitektúr. og svo man +eg ekkimeira af því ég er svo full
luv h

|

miðvikudagur, október 06, 2004

Það eru allar stelpurnar í náminu með mér svo rosalega Petit eitthvað. Litlar og smávaxnar og smart. Mér finnst ég alltaf eins og tröll við hliðina á þeim. Er eitthvað að reyna að sýnast minni og mjórri en ég er - gengur frekar illa. Var t.d. næstum dottin úr stólnum í dag, sat með magann inn og reyndi að fela rosa brjóstin um leið og ég sat gengbogin í stólnum til að gnæfa ekki yfir allar petit konurnar. ARGG gekk illa vægast sagt. Lundin léttist nú til muna þegar ég gat fengið mér hvítvín og MAT með Arnari og Dagmar áðan.

Góða nótt
ykkar Hlussí

|

Ég er búin að hugsa um hvað mig langar rosalega mikið í grillaðar kótilettur með berneisí og frönskum. Og komst að því að ég hef ekki borðað rautt kjöt síðan ég kom út - og það er alveg óvart. Ekki nema vona að mig langi í kótilettur. Finnst bara eitthvað svo asnalegt að fara til slátrarans og biðja um eina stóra kótilettu til að steikja. Sé eftir því að hafa ekki tekið hálfan skrokk áður en ég fór út.
Sara nenniru að senda mér uppskrift að ekta berneisí.

Ciao H.Kótiletta

|

mánudagur, október 04, 2004

Eygló er efst í goggunarröðinni þennan mánuðin. Hún sendi 3 Séð og Heyrt, 1 DV, 1 risapoka af Nóakroppi og bréf. Stelpur farið nú að keppast um að senda mér eitthvað. Það gæti verið að goggunarröðin breytist í næsta mánuði.
Vinsemd
h

|

Ég er með ritstíflu.
Bless
h

|