Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

fimmtudagur, desember 14, 2006

Reality!

Ég er svo mikill sucker fyrir raunveruleikaþáttum. Elska hreinlega American next top Model og svo er nýjasta æðið hjá mér The real houswifes of Orange County. Shit hvað ég ligg spennt yfir þessu.

En hversu gaman væri það nú ef ég myndi kalla saman nokkrar skvísur og búa til skemmtilegan raunveruleikaþátt. T.d. væri gaman að fylgja mér eftir einn dag.

Þetta væri þá helst á dagskrá:

Vakna og þetta helsta, hlussast kannski í leikfimi en samt ekki víst. Camerumaðurinn myndi þá bara bíða pollrólegur á rúmstokknum á meðan ég svæfi.
Vinna, fara á fundi, vinna meira. Fara í 10-11 og kaupa í matinn eða ekki.
Fara heim að horfa á raunveruleikasjónvarp.
Fara að sofa.

Þetta gæti orðið virkilega áhugavert.

H.

|

mánudagur, desember 11, 2006

The weeeeeekend!

Svaf á hóteli í miðbæ Reykjavíkur um helgina, drakk fullt af áfengum veigum, hitti brjál mikið af skemmtilegu fólki og datt í Gústavsberg frænda undir morgun. Já það bara getur ekki verið betra.
Og endaði helgina á því að fara á jólatónleika í einni kírkju í úthverfi Reykjavíkur, þar heyrði ég ES vinkonu mína syngja svo undurfallega. Ég væri svo til í að geta haldið lagi í Heims um ból en það er eins og það er.

luv h

|

þriðjudagur, desember 05, 2006

Hvernig lætur maður bjúgað hverfa!
Tengiliður minn í Boston www.laragudrun.blogspot.com segir að þetta www.spanx.com sé það eina sem virki fyrir dömubjúgu yfir streng. Endilega skoðið þetta og það er víst langbest að velja High Power týpuna. Hún gerir minnst úr vömbinni.

Lengi lifi vambarlaus jól

|

mánudagur, desember 04, 2006

Í útrýmingahættu!
Það eru nokkrir aðilar sem ég væri til í að útrýma.

1. Martha nokkur ógeðsSteward - hún þykist vera sæt og fræg en hún er í raun bara ljót og alltaf með svo heimskulegar uppskriftir og þykist vera svo sniðug í eldhúsinu en hún er í raun aumingi.

2. Rachel Ray - þykist vera hress en lifir í mikilli blekkingu

3. Svo væri ég til í að útrýma öllum leikurunum í spænsku sjónvarpsþáttaseríunni sem ég veit ekki hvað heitir en er á virkum dögum á Stöð 2

4. Síðast en ekki síst að útrýma þessum heimsku Íslendingum sem vilja bara Íslendinga í vinnu af þvi þeir eiga að vera svo æðislegir.


h

|

föstudagur, desember 01, 2006

Bjúga!

Ef maður ímyndar sér að kvenmannsmagabjúgað sem lekur yfir þröngan gallabuxnastrenginn sé fallegt, þá verður maður miklu glaðari.

Og í dag er ég mjög glöð.

Luv

|