Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

þriðjudagur, júní 27, 2006

Gyllinæð og með því!
Ég er alveg laus við að hafa hunangsbrúnahúð og kannski þess vegna er ég snarbrunninn á enninu og jú pínu á nefinu og ekki bætir úr skák að ég er byrjuð að flagna. Djöfulsins helvítis. Svo er ég líka með frunsu í nefinu og smá harðsperrur. Ég var spurð hvort ég hefði verið í ljósum en nei nei ég fór bara að veiða á Tálknafirði og gleymdi alveg að ég er ekki íbúi við Miðjarðarhaf sem þarf enga vörn.
Það voru því þrjár hressar sem hittust á Gráa í hádeginu í dag, ég svona glæsileg, ein var með þetta sjö frunsur og lúin eftir ferðalag hin var með bit á fótunum eftir óargardýr á Hólmavík. En sem betur fer er til eitt krem við flestum kvillum en það fæst í betri apótekum landsins. Það virkar nefnilega á brunasár, bit, kláða og gyllinæð. Man bara ekki hvað það heitir en ABJ ef þú lest þetta þá skellir þú heitinu á kreminu inn því þetta er nauðsynlegt að eiga. ÉG meina hvenær er maður ekki með brunasár og gyllinæð á sama tíma? Já ég bara spyr.

-H.

|

mánudagur, júní 19, 2006

Ég er svoleiðis að drepast úr harðsperrum eftir stóra einkaþjálfara málið. Ég veit stundum ekki af hverju í ósköpunum maður er ekki bara spikhaus for life og hættir þessari vitleysu. Ég hef t.d. troðið í mig majonesi og rjóma megnið af kvöldinu þar sem ég datt í afmælisveislu, ég er bara ekki þessi týpa að vera með sellerísstöngla í rassvasanum daginn út og daginn inn.

Það er brjálað að gera framundan í vinnu og öðru því tengdu. Er samt að spá í að fara vestur um helgina að hitta Spé og fleira gott fólk. Aldrei að vita nema A&G verði búin að blanda í einn rótsterkan vodka í kók. Og eitt er vís að í þeirri ferð verður ekkert hollt með í för.

luf h

|

sunnudagur, júní 18, 2006

Ég var í æðislegu brúðkaupi í gær hjá M&M. Það var dansað og drukkið út í eitt. Auðvitað nokkrir frægir á staðnum og þeirra á meðal ég. Komst á geggjaðan sjans sem ég og nýtti mér út af sotlu og er byrjuð á föstu.

bless
h

|


Fyrir utan ógeðs staðín í Edinborg þar sem okkur var boðið upp á Cosmopolitan í vatnskönnu. Eygló svoleiðis á harðahlaupum undan kokkinum eins og sjá má.

|


Myndir frá Edinborg. ÉG sjálf og Prins William.

|

fimmtudagur, júní 15, 2006

Komin frá Lon og Pors. Geggjuð ferð og yndislegt fólk sem ég var að leika við. Sunna sæta var í essinu sínu og þrátt fyrir að vera 9 ára þá sló hún móður sína út í kaupæði :) Tvær basic fréttir:

Fréttir frá Balans.
Málið er stelpur að André er pottþétt að vinna sem fatafella við DBM getum staðfest þann orðróm því þegar við sátum á Balans og hann fór að rifa upp um sig skyrtuna til að sýna okkur tattoverað nafn sonar sins á brjóstinu þá voru við vissar. Svo var hann líka æstur í að bjóða okkur í Thailenskt nudd og ekki má gleyma skjannahvítu tönnunum og liðaða hárinu. Þetta er auðvitað bara ávísun á góða fatafellu.
Harold (litli Kólumbíumaðurinn) var afar ástleitin við okkur og var ítrekað að láta okkur vita hvað hann væri slæmur í öxlunum. Við létum ekki gabbast og buðum honum André sem nuddara.
Dragan var sami daðrari og alltaf, reyndi að halda því fram að við værum óhultar fyrir nonum þar sem hann væri gay. Je right. En bað okkur í leiðinni að koma kannski oftar á kvöldin þegar hann væri að vinna.
Það er komin tími til að London klíkan fari aftur út í Prosecco og kokteila hjá strákunum. Ég fer aftur út í Júli og hvet alla til að detta með.

Flórídahópurinn
Ég er komin í nýjan félagsskap kvenna sem hefur gaman af því að vera í bíkínítoppum í verslunarmiðstöðvum og með hliðarkort frá eiginmönnum sínum. Já það veitir ekkert af að vera léttklæddur og drulluhress í Molli.

Verðum í stöðugu sambandi
h

|

mánudagur, júní 05, 2006

www.mamma.is

Það er búið að vera brjálað að gera undanfarið bæði í vinnu og í partýstandi. Ég er komin í nýja vinnu hjá Mömmu. Mjög gaman og brjálað að gera. En á næstunni er ég að fara til Englands með Sunnu minni. Við ætlum að skottast til Portsmouth og heimsækja fjölskylduna í 31 Dryden Close Jórunni og Co og einnig ætlum við að detta til London til DBM og Co. Dagskráin er auðvitað mjög þétt s.s. ströndin, bátasigling, tivolí og almennt chill í Hyde Park. Hápunkturinn er auðvitað þegar ég rogast með Sunnu á Balance og kynni hana fyrir öllum gæjunum þar, ég læt það nú vera að bjóða henni Prosecco en ætli hún fái ekki heitt súkkulaði og pönnukökur með sírópi.

luv h

|