Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

sunnudagur, júlí 23, 2006

Life goes on!
Bara svona setja inn highlights undanfarna daga og það sem er framundan þar sem ég hef bara ekki komið mér í að blogga.
- Á leiðínni til London að útskrifast
- Ætla að borða túnfisk á Asia de Cuba
- Ætla að drekka kokteila á Patara
- Ætla að rogast með allt mitt fylgdarlið á Balance í Prosecco
- Bráðum virðulegur íbúðareigandi í Hfj
- Bráðum með partý
- Get ekki beðið eftir að fá fólk í að mála, ég verði í öðru
- Bý með spánverja sem er doldið spes
- Datt á barinn á fimmtudaginn
- Datt á barinn á föstudaginn
- Lá í bælinu á laugardaginn
- Datt á barinn í dag (en bara í kaffi:)

Já er þetta þá ekki bara fínt svona fyrir næstu vikurnar

|

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Búin að vera að bralla fullt, sumt skemmtilegt annað leiðinlegra. Er á fullu í íbúðarleit og ætli það endi ekki með að ég flytji í einbýlishús á einni hæð á Grundarfirði. Það verða þá ekki nema 2 tímar á Gráa.

Annars virðist ég vera umkringd heimsku fólki þessa dagana og það pirrar mig afar mikið. Svo eru aðrir sem geta bara ekki drullast til að hafa sömu skoðun og ég á ákveðnum hlutum að það gæti drepið mig. Já nei nei ég er ekkert frek bara svolítið ýtin.

lulv h

|

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Júhúuuuuuuuuu.
Mikið djöfulli er ég ánægð að þessir helvítis þjóðverjar séu dottnir úr keppni. Hef aldrei á ævi minni kynnst jafn leiðinlegu fótboltaliði og er ég nú gömul knattspyrnuhetja.

Miss Buffon (já mér finnst líklegt að ég byrji með honum fljótlega)

|

mánudagur, júlí 03, 2006


DBM og André okkar ástkæra fatafella - eða hvað?


London - Þau eru auðvitað bara sætust, að knúsast í Holland Park


London - Sunna í Notting Hill


London - Sunna og Dagur að knúsast

|


London - Florídahópurinn


London - Brjálað að gera á trampólíninu.


London - Við vinkonurnar að skála fyrir skólanum hjá Jórunni


London - DA að brjálast í stuði á trampólíninu

|


London - Við vinkonurnar að skála fyrir skólanum hjá Jórunni

|

sunnudagur, júlí 02, 2006

Castro og þeir strákarnir!
Ferðafélagið SE er að hugsa um að smella sér til Kúbu í janúar. Markmið ferðarinnar er að þeysast um olíuborin á vespum og reyna að bjarga einum til sjö föngum úr Quantanamo bay jú eða bara vera á Tropical diskóinu sem er í Havana nú eða láta einhverja innfædda ræna sig. Þrátt fyrir að hálft ár sé í ferðina og sjálfsagt tvær til sjö utanlandsferðir á milli þá er virkilegur ferðahugur í hópnum. Það er búið að ákveða ferðadress og hvaða augnmálning verður notuð og svona þetta helsta.
Sjálf er ég að fara til London í lok mánaðarins að útskrifast fínt. Held svo eitthvað fínt Prosecco party þegar ég kem heim.
Nú svo er einhver spjánverja djöfull að fara að gista hér á vegum HR ég veit nú ekki hvenær hann dettur í hús en allir velkomnir í að skoða gripinn þegar hann mætir. Hugsa að ég hafi bara opið hús fyrir þá sem vilja kíkja á hann.

luv h.

|