Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

sunnudagur, janúar 30, 2005

Þvílíkur lúxus að vakna bara sí svona ekkert timbruð og til í hvað sem er. Náði líka að kaupa mér dress í gær og auðvitað að fá mér bæði vel af hvítu og rauðu. Mér fannst nú með því skemmtilegra í gær að hitta Dag sæta en hann kaus að syngja hátt og snjallt nýtt lag sem hann hefur lært á leikskólanum sínum. Það er lagið 'head, shoulders, knees and toes' og allir saman svo 'höfuð, herðar, hné og tær'. Ég hélt ég myndi kafna úr hlátri þegar barnið byrjaði að syngja. Ætla núna að athuga hvað er í bíó og skella mér - var annars að spá að fara í íslenska messu klukkan 3 en held að ég láti Guð og þá bíða um stund fer frekar í bíó.
luv

|

föstudagur, janúar 28, 2005

Jæja elskurnar mínar þá eru prófin búin og guð hvað ég er glöð. Ég var nú eitthvað búin að tala um að drepast á næsta pöbb eftir próf í nýju prófdressi en..... jú ég fékk mér hvítvín strax eftir prófið en klikkaði á heildressarinnkaupum og fór heim og drapst úr þreytu og sofnaði. Stefnan er tekin á að djæfa með DBM og litla skít á morgun og kannski maður fái sér einn og einn svona yfir daginn og nái að detta í búðir nú eða hangi í Notting í von um að sjá einhverja fræga. Núna er reyndar svona 'Þorrablótstími' hér í UK þannig er að á þessum tíma fagna Skotar einhverjum manni sem var hetja og gera það með því að fara á pubbinn og fá sér vel af maltviskí og borða innyflin úr kindum. Haldiði að það sé ekki huggulegt að sitja með kindagarnir fastar í tönnunum og sötra viski með ha?

|

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Það er alveg skítkalt hérna í London - þessi raki drepur mann alveg því ef það er kalt þá er bara alveg ískalt gjöriðisvovel.. Annars var ég að koma úr prófi númer tvö og gekk svona líka hryllilega vel. Verð illa svikin ef ég rúlla þessu ekki upp. Jæja ég hef ekkert meira að segja nema eftir prófið á föstudag ætla ég að æða beint á næsta pubb og vera áfengisdauð upp úr 5 eða áður en ég drepst þá ætla ég að kaupa á mig alveg yndislega fallegt heildress í tilefni þess að prófin eru búin. Fínt að drepast alveg dragfín.
luv aus londres

|

laugardagur, janúar 22, 2005

Jú hvað haldið þið? Með hækkandi sól ákvað Hlunki á efri hæðinni að hækka samfarahljóð sín svo um munar. Ég ætti kannski bara að þakka honum fyrir að hafa vakið mig kl. 7.23 en ekki klukkan 8.30 því mér varð miklu meira úr verki í dag. Jú þeir byrja snemma á morgnanna þessir Bretar. Takk Hlunki ef þú ert að lesa þetta eða kannski bara Thanks Mr. Chubb....

|

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Jæja þá er fyrsta prófið búið og snérist það m.a. um Evrópusambandið og hvernig löggjöf þaðan hefur haft áhrif á breska vinnumenningu. Já virkilega spennandi ég veit. Mér er nú svo hryllilega létt eftir þetta próf að ég hugsa að ég taki hin tvö á hælinn. Það er búið að bóka nokkrar heimsóknir í febrúar og það hátíðlegasta kannski af þessu öllu er að Köben Heia er að koma í heimsókn. Rosalega langt síðan ég hef séð hana og við munum pottþétt rifja upp minningar þegar við vorum að djamma með Sumargleðinni sálugu á Hestamannamótinu á Hellu sirka 1995. En enginn í LA trúir að við höfum hitt strákana af því að Heia lúðaðist til að týna myndavélinni. Ans ans.
Með þeirri bestu hugsanlegu kveðju að eilífu í heiminum
h

|

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Í dag sá ég að það var sól úti og til að segja þunglyndinu stríð á hendur þá fór ég í skrautpils, skyrtu, leggings og opna sandala. Arkaði svo hress af stað á kaffihús með allar glósurnar mínar í leit að ævintýrum - jú eða bara til að lesa. Það var svona frekar svalt á leiðinni en slapp alveg. Á heimleið byrjaðin hins vegar að rigna og ég gekk fram hjá kappklæddu fólki sem leit á mig illu auga. Ég held nú reyndar að þegar ég lít í spegil að þetta illa augnaráð sem ég fékk hafi tengst þvi að ég hafi verið ómáluð og ekki með neina stælgreiðslu eins og vanalega. Og af því ég er alveg laus við að verða með kastaníubrúna húð þá kannski bregður fólki að sjá mig þegar sólin fer að hækka á lofti. Þá er bara best að maka á sig indiánamold til að vera frísklegur.


|

föstudagur, janúar 14, 2005

Hér er sól og blíða og þvílíkur munur að vakna í svona veðri. Svo sem lítið að frétta nema fyrir þá sem þekkja Símon dyravörð á Hverfis þá hef ég fréttir. Hann fékk svona ofboðslega fallega leðurkápu í jólagjöf með HETTU. Jebb sá var aldeilis fínn á Hverfis. Fer honum lika svona vel því það felur aðeins vaxtarlagið á honum - en hann er eins og gulrót í laginu. Með breiðar axlir og svo mjótt mitti og ennþá mjórri fætur. Af sjálfri mér er það að frétta að ég held ég sé að fá taugaáfall af stressi fyrir þessi próf. Ég verð hreinlega að útvega mér róandi töflur og reyna að drekka svolítið ofan í það til að verða róleg.
Bæ Hessa hressa

|

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Hoj hoj. Þá er maður komin heim á Shooters og mikið var það ljúft. Setti líka upp svo fínar gardínur í stofuna og eldhúsið sem móðir mín hafði pródúserað og koma svona klikk vel út. Kenni kom út í dag og ætlar að vera fram á laugardag. Það byrjar því vel heimsóknarárið í London. Dagskráin fyrir janúarmánuð er lestur góðra námsbóka og hendast í próf. Það er eins gott að maður standi sig í þeim. Á ekki von á miklu bloggi næstu daga en aldrei að vita. Annars var Kenni að tilkynna mér að þeir bræður ætla á Karíókíkvöld á Hverfis á morgun og ég vona að Símon verði að vinna í gulrótarbuxnum.

|