Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Álfar og þetta helsta
Ég bý í miðri álfabyggð. Ég er alla vega alltaf næstum því að sjá álfa á rölti í íbúðinni minni. Ég er búin að gera samning við þá að þeir megi alveg vera þarna bara ef þeir eru ekki með neitt vesen. Það verður mjög fljótlega partý í K47 þar sem boðið verður upp á álfadans og tarrotlestur.
ciao h

|

mánudagur, ágúst 21, 2006


K47 gjöriðisvovel.

|

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Foreigners
Þriðji útlendingur sumarsins mættur á G1 og í þetta sinn er það ungur svíahnokki. Það lítur út fyrir að hann sé skárri en hinn ítalski Silvio sem var rekinn. Þessi reyndar náði að spyrja mig hvort ég ynni við að þrífa íbúðir þar sem ég þeystist á skúringarkústinum um íbúðina. Ég sagði honum þá mjög kurteisislega aftur að ég væri nú með títt masterspróf frá Háskóla í London og ég ynni bara alls ekki við að skúra. Hann svona nikkaði til mín og hækkaði í kristilegu sjónvarpsstöðinni sem hann var að glápa á. Hann trúði alls ekki að ég væri í annarri vinnu.
Það væri bara virkilega gaman ef þessi hnokki reyndist jafn ömurlegur og fyrr leigjandi.
Af hverju bað engin í spænska landsliðinu t.d. um að leigja á G1 nú eða einhver af strákunum í Lost. Hvað er verið að leggja á mann sambúð með aumingjum.

over h

|

sunnudagur, ágúst 13, 2006


Bara svona létt nornamynd af mér á geðveikum sushi stað í Soho!

|

laugardagur, ágúst 12, 2006

Orgelskóli og fleira
Ég auglýsi eftir manni sem er jafn flottur í svartri skyrtu og Morrisey. Maðurinn er bara algjör snilld. Mig langar mest að stofna mitt eigið band og halda svona geggjaða tónleika. En fyrst þarf maður víst að hafa einhverja pínu hæfileika í mjúsík. Ekki nema það brjótist fram einhver geðveikur orgelleikari í mér. Ég var náttúrulega í Orgelskóla Yamaha 8 ára gömul. Og það var af því mömmu langaði svo geggjað að læra á tveggja hæða orgel. Einmitt. Mig minnir að ég hafi stundað orgelnám í einn vetur. Ætli þetta með hljómsveitina sé ekki bara OFF.

Það er þá alltaf hægt að vera backstage að stússast.

H.

|

föstudagur, ágúst 04, 2006

Mastero
Jæja þá. Ég er útskrifuð með MSc í Human Resource Management. Já helvíti flottur titill. Arkaði um London með stuðhatt og í skikkju í 35 stiga hita.
Ég er líka orðin virðulegur íbúðareigandi í Hafnarfirði. Ætla beint í bæjarstjórn og hætta að vera 101 rotta detta strax í að vera 220 rotta. Það er örugglega bara fínt að liggja á kaffihúsum í Firðinum og rölta á bryggjunni í sjanssleit.
Svo býr svona ljómandi ömurlegur Ítali á Guðrúnargötunni. Hann er svo ömurlegur að ég ætla að hafa opið hús til að sýna hann.
Annars er bara virkilega létt í mér og hlakka afar til að bjóða í Prosecco og partý mjög fljótlega.

adios h

|