Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Ég get ekki ákveðið mig hvort ég eigi að halda áfram að blogga eða fara á myspace eins og allar hinar týpurnar (já ég flokka mig sem týpu). Það kemur þá bara í ljós á næstunni. Það fer bara svo klikk í taugarnar á mér að myndabloggið virkar ekki og ég sem er búin að vera á þeytingi undanfarið á öllum börum bæjarins í sleik við hinn og þennan og auðvitað alltaf tekið myndir, en get ekki sett þær inn. Helv.....

Ég er að hætta hjá OR á morgun og byrja í nýrri vinnu um helgina eða eftir helgi. Allt mjög spennandi.
Og nú er ekki eftir neinu að bíða, fyrst ég er komin með framtíðarvinnu þá fer ég á Ættleiðinastofu Íslands á mánudaginn og sæki um að ættleiða barn.

Takk fyrir túkall.

|

sunnudagur, apríl 02, 2006

Ég er bara búin að vera í smá blogg vetrarfríi. Hef haft nóg að gera að snýta mér og hósta upp einhverjum viðbjóði þess á milli sem ég hef unnið, drukkið, djammað, dansað og drukkið kaffi. Svo hef ég líka verið svo upptekin á kvöldin við að horfa á Desp, Prison Break, 24 og fleiri þætti sem sóttir eru ólöglega á netinu. Ég er komin upp rúm svona um átta á kvöldin með tölvuna og alla þættina og því er ekki vinsælt ef einhver gesir banka upp eftir þann tíma. Eða ég myndi alla vega vísa þeim bara inn í stofu og í mesta lagi hella upp á kaffi. Þeir þyrftu svo bara að bjarga sér, ekki hef ég tíma í það.
Ætla að henda mér í leikhús,
Adios Helen Bauersdóttir

|