Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Nokkrir punktar frá helginni:

Prosecco, spil, gym, Balance, búðir, Qinli, Nobu, sofa, vakna, græja eitt stykki þorrablót, kebab og mikið af frönskum, kokteilar, G&T, hvítvín, Electric, berneissósa og fullt af skemmtilegu fólki.

Jú og svo hélt ég eitt stykki ræðu og stóð mig svona líka vel, presturinn alveg að missa sig og bauð mér að predika með sér. Jú ekki má gleyma að ég skipti um skó við einn þjóninn á blótinu en hann notaði einmitt númer 36. Þar arkaði indverji svona um meter á hæði í háum hælum meðan ég þeystist um á Ecco hrágúmmískóm, enda að drepast í fótunum.

Séra Helen

|

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Það er alveg geggjað að vera 34 ára. Mér finnst ég einhvern veginn geta allt í lífinu. Tilfinning sem ég fann ekki fyrir þegar ég var 33 ára.
London bíður eftir mér og er sjálfsagt jafn spennt að hitta mig og ég er að hitta hana. Dálítið stress að vera ekki búin að ákveða ferðadress en það hlýtur að reddast, mikilvægt er þó að vera á hælum og kafmáluð og vera með smá dólgslæti í mínipilsi í vélinni.

h.

|

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Í dag á ég litla sílið afmæli. Vá hvað það er montningslegt að blogga um það hahaha. Bara í þeirri veiku von að það sendi mér einhver afmæliskveðju júhhúu. Annars er bara lífið mjög gott, ég er að hendast til London á fimmtudaginn og að sjálfsögðu er komin stíf dagskrá, Þorrablót, Nobu, Balance, kokteilar, hælar, MAC og sætir strákar.

H

|

föstudagur, febrúar 17, 2006

Myndablogg

Ljòtu peysu partý BS
Myndina sendi ég

|

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Ég er í fýlu. Ég var búin að skipuleggja partý dauðans fyrir deildina mína í vinnunni og hélt það væri að myndast geðveik stemmning fyrir því en nei það var ekki. Ég er farin að taka þessu persónulega því fyrir nokkrum vikum skipulagði ég HÓPFERÐ á Drekktu betur á Grand Rokk, og það mættu 4. Það má svo sem sannfæra mig um að fjórir séu akkurat hópur en stolt mitt sem stuðpinna hefur verið sært.
Ég sem hélt að fólk myndi svoleiðis vaða eld og brennistein til að hitta mig í partýi en nei, aldeilis ekki. Það var svo léleg mæting í partýið á morgun vegna þess að einn er að setja upp elhúsinnréttingu (einmitt á föstudagskvöldi), slatti var að fara í eitthvað helvítis pílukasts- og billjardmót og restin gaf ekki svör.
Já einu sinni var maður nú hrókur alls fagnaðar en nú er manni ekki einu sinni boðið með á skitið pílukastsmót.

Grenj H.

|

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Jæja nú ætla þeir sem eru með siðu á barnalandi.is að djamma saman. Það er nú meira vesenið að komast ekki. Eða eigum við ekki að segja ef ég kæmist þá myndi ég aldrei fara. Þetta er nefnilega alveg eins og að vera á spiknámskeiði og fara með hinum spikhausunum saman á kaffihús eða gera eitthvað æðislega skemmtilegt um helgi. Ég bara fíla ekki svona samtök sem fara saman út nema ég hafi átt þátt í að stofna 'samtökin' sjálf, t.d eins og Klámklúbbsfélagið, Leynifélagið, Trompið, Geirinn, Vöðvinn etc. Það væri náttúrulega sniðugt ef kannski allir sem eru að blogga færu saman að konukvöld á Hótel Íslandi eða þeir sem hafa einhvern tímann farið til Ibiza hittist á Ölveri í karíókí.

|

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Hvað í andskotanum er fólk að spá með þessum Valentínusardegi? Ég er svo púkaleg og mikill lúði að ég myndi hrækja á þann sem gæfi mér gjöf í dag. Já maður lætur nú ekki bjóða sér hvað sem er. Það má alveg bjóða mér út alla aðra daga ársins og færa mér dýrar gjafir en bara ekki í dag. Það hefur náttúrulega verið það mikið álag á mér í gegnum árin að velja úr 'út að borða boðum' með hinum og þessum.

h

|

mánudagur, febrúar 13, 2006

Fór á þorrablót um helgina, komst ekki á sjans, fór þó í einn sleik enda var það markmið kvöldsins. Datt og reif sokkabuxurnar og skratsaði skóna mína, stakk af í leigubíl og drapst.
Getur helgin verið betri, ég held ekki.

h

|

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Myndablogg

Tvær preggý
Myndina sendi ég

|

Myndablogg

Rakel
Myndina sendi ég

|

Myndablogg

Hödd
Myndina sendi ég

|

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Í dag kvaddi ég eina af mínum góðu vinkonum, ég trúi því að hún sé núna hjá Guði og þeim í kaffiboði að drekka rótsterkan latte og líði vel. Ég ætla líka að fá mér latte og skála fyrir vináttunni:)

Adios h

|

föstudagur, febrúar 03, 2006

Myndablogg

Zorro
Myndina sendi ég

|

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Ég svoleiðis hata Ísland í bítið. Fyrst byrja stjórnendur að lesa upp úr dagblöðum dagsins, sem er svo sem allt í góðu en svo kemur auðvitað teiknimynd í svona korter um heimska mörgæsafjölskyldu, restin af þættinum er rugl. Ég er farin að sakna BBC morgunþáttarins, það var keppnis, þú vissir amk hvað var að gerast í heiminum. Svo er þessi stúlka sem er í þáttunum alveg OFF. Og ekki halda að það sé eitthvað val fyrir mig að horfa ekki á þáttinn á morgnanna, ónei.
Svo er ég líka í brjálæðiskasti yfir seríu 1 af Prison Break þáttunum. Ég lagði mikið á mig að vaka lengur en til 9 eitt kvöldið til að klára seríuna en hvað gerist. Jú jú auðvitað klárast ekkert plottið í fyrstu seríunni. Helvítis svindl.

bless

|