Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

sunnudagur, janúar 29, 2006

Ég hef verið afar löt að blogga sem frægt er orðið. Það hefur bara verið svo mikið að gera við að ala Humma Krist Gunnarsson upp, en hann dafnar vel litlu humarunginn. Það er líka svo rosalega langt síðan ég hef gert eitthvað fyrir sjálfa mig t.d. slaka aðeins á og láta dekra við mig. Nei maður er á haus alla daga. Í ölllu þessu annríki þá brá ég mér á námskeið hjá Sollu í Himneskt, já það átti að taka linsubaunabuffin og spínatbollurnar með trompi. Daginn eftir námskeiðið prófaði ég að gera speltbrauð sem misheppnaðist svo hryllilega að ég held að dagar mínir í þessum heilsugeira séu taldir - lengi lifi majonesið.

h

|

sunnudagur, janúar 15, 2006

Það er búið að vera brjálað að gera um helgina og ber þar hæst Sleepover Barnanörda 2006. Hér voru í gistingu fjögur átta ára börn og Oh my god hvað þau eru mikið æði. Skelli inn myndum við tækifæri. Helgin byrjaði reyndar með Drekktu betur ásamt vinnufélögum og vinum og endaði ég á Kaffibarnum þar sem ég hitti mann sem ætlar að barna mig. Ég þarf bara að hafa uppá honum í vikunni svo við getum farið að drífa í þessu. Hann ætlar nefnilega ekki að vera með neitt meðlagsrugl í gangi því er þetta svo heppilegt. Það er auðvitað mjög stíf dagskrá framundan eins og gengur.

adios
h

|

föstudagur, janúar 13, 2006

Myndablogg

Bar du la Sjaffei
Myndina sendi ég

|

Myndablogg

Bryndìs
Myndina sendi ég

|

Myndablogg

Sassa og Gussa
Myndina sendi ég

|

Myndablogg

In memorium of FT
Myndina sendi ég

|

Myndablogg

Hòpurinn a Vegamòtum
Myndina sendi ég

|

Myndablogg

Hópurinn à Grand Rokk
Myndina sendi ég

|

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Jæja gömlu geitur, þá er maður komin í stuð aftur. Margt búin að bralla undanfarna daga. Stefnan er í alvörunni tekin á 2kg. í vor og af því tilefni fór ég í WC í gær, sá fullt af afar sætum strákum sem ég er orðin hrifin af. Sá líka nokkra sem ég er ekki eins hrifin af eins og t.d. alla appelsínugulu einkaþjálfarana með kríuskítinn í hausnum. Á meðan ég hljóp á brettinu þá gerði ég líka upp alls konar mál sem hafa verið að plaga mig.

rock on
h

|

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Myndablogg

Myndina sendi ég

|

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Gleðilegt ár og allt það.Ég er ekki hætt að blogga tók mér bara smá pásu, hafði einhvern veginn um allt annað að hugsa en hvað ég ætti að skrifa á þessu bévítans síðu. Ég verð nú samt að taka mig á það þýðir ekkert annað. Ég hélt að skrifandinn væri að koma yfir mig en svo er greinilega ekki, prófa aftur á morgun.

luv helen

|