Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Haldið þið ekki að hann Robster Lobster sé búin að eignast humarbörn, þessi heimski humar sem alltaf hefur étið hrognin. Núna er smá tilraun í gangi, Spé tók næstum öll humarbörnin og lét í sér skál, en skildi eftir tvö í vísindaskyni í búrinu hjá morðingjanum Robster. Já við erum að tékka hvort Robster éti þau. Í gær var hann alltaf að reyna að leita af humarbörnunum í búrinu, var auðvitað sár svangur, en þau voru svo séð að fela sig. Við skýrðum humarbörnin sem höfð eru sem beita, prinsanöfnum, annar heitir Albert í Albert af Mónakó og hinn heitir Friðrík í Friðrik krónprins Dana.
Læt ykkur svo vita hvernig þetta endar með stóra humarmálið sem er í uppsiglingu.

bleþþþþ

|

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Vá hvað það er langt síðan ég hef skrifað eitthvað falleg. Síðustu dagar hafa verið afar ljúfir, æft, unnið, lært, sofið já svona eins og gengur og gerist. Fór í gær reyndar í hátíðarheimsókn til Ínu og Co og knúsaði börnin hennar og borðaði yfir mig af ostum og súkkulaði, já það er ekki annað hægt að segja en maður sé að taka sig á í þessu átaki uhhhom. Jú og hvernnig læt ég ég fór nú líka í Idolkveld til Ernis og Co á föstudag og í bíó á laugardag - það er bara hellingur að gerast í Socialnum. Fer til London um helgina næstu og verð í sex daga, pakka saman dótinu mínu og skila ritgerðinni. Ætla svo að hafa kósý dag, liggja á Balance og drekka Prósecco, kannski skjótast í einhverjar dýrar búðir inn á milli glasa.

luv h

|

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Hvað er með þennann ógeðs Bachelor, hann er alltaf með glansandi varir og tunguna út um allt. Ég myndi aldrei í lífinu fara í sleik við hann, hef nú kysst þá nokkra en my god. Svo skil ég ekki þessa appelsínugulu líkamsræktarmenn út um allar jarðir, þeir eru allir klæddir eins og svo hafa þeir ákveðið að skella sér á sömu kríuskítsklippinguna.

Bless

|

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Ég keypti mér bók á sunnudaginn um trúarbrögð heimsins og vá hvað það er gaman að lesa hana. Á kvöldin á G1 fer ég með hinar ýmsu staðreyndir um Guð, Allah og þá strákana. Annars er bara allt gott að frétta af mér, ég er miklu geðbetri og farin að slá á létta strengi meira að segja. Framudan er enn ein Londonferðin, en þá til að pakka saman búslóð og skila eins og einni ritgerð. Það er búið að bóka hitting með Sveinssons og ætla ég að draga pabba gamla með í það. Enda alveg komin tími á að kynna þjónana á Balance fyrir honum.

h

|

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Myndablogg

Komin í Irish
Myndina sendi ég

|

Myndablogg

ABJ i sunnudags bæjarferdinni
Myndina sendi ég

|

föstudagur, nóvember 18, 2005

Ég er búin að fá ritgerðina mína til baka frá Dr. Andrew Summers og hann var alveg klikk ánægður með hana, nú þarf ég bara að fara í smá breytingar og skila svo stykkinu inn. Juminn hvað ég hlakka til tralllatrallalalala.
Best að drífa sig á hádegisbarinn.

Luv h

|

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Myndablogg

Sidasti Mòhíkaninn
Myndina sendi ég

|

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Myndablogg

Dagur ad få sèr barnakokteil å Balance
Myndina sendi ég

|

laugardagur, nóvember 12, 2005

Er í London og ég elska þessa borg. Mig langar mest að eiga heima hér. Ef einhver veit um vinnu fyrir mig þá er ég geim. Ég er núna aðallega að læra en náði aðeins að detta á Balance í gær og hitta strákana með DBM og Degi. Roberto var á vakt og það voru miklir fagnaðarfundir hjá okkur enda erum við svo hrifin af hvort öðru. Nú eftir Prosecco glös var haldið í Bookes Mews í áframhaldandi kjaftagang og stemmningu. Aldrei þessu vant eftir matarboð hjá the Sveinsson var ég komin heim fyrir miðnætti og meira að segja bara nokkuð edrú. Feellot skal það vera. Ég skaust aðeins í búðir á milli prosecco glasa í gær því ég var ákveðin í að kaupa mér eitthvað fallegt svona til að hressa við geðheilsuna, náði aðeins að moka í poka en ekkert til að tala um.
Jæja nú þarf ég að fara að moka í mig súkkulalði og öðru fineríi þar sem það er nú nammidagur. Já hlunnkar verða líka að eiga sinn nammidag.

|

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Jæja,
Það er bara nokkuð létt í Geðu litlu, þrátt fyrir að missa af barnaafmælum og öðrum gleðskap. Mér hefur hvort eð er alltaf leiðst að hitta fólk og hvað þá að borða majoneskökur ójj. Ég hef verið að pæla í því hvað maður geti í raun lifað lengi í svona stressi og rugli. Nú er ég bara í nokkrar vikur búin að vera á haus í ritgerð og vinnu, ég myndi ekki bjóða í ef þetta væri alltaf svona. Þá fer maður að hugsa, hvernig getur t.d. einstæð móðir verið í vinnu, skóla, átt félagslíf og verið glöð og kát. Ég þekki svoleiðis konur og þær virðast rúlla öllu upp. Nei ég held að ég þyrfti að gefa börnin mín og hætta í skóla eða vinnu til að eiga smá félagslíf.

HB

|

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Ég ætlaði að reyna að vera miklu miklu glaðlegri í pistli dagsins í dag en ég er búin að vera að hugsa og hugsa hvort ég geti ekki sett eitthvað sneddí hérna inn en svo er ekki. Ég get hins vegar sagt að ég sakna London, ég sakna þess að geta ekki rölt um London, sakna vina minna sem þar búa, sakna íbúðarinnar sem ég er ennþá með í Lon, sakna Indverjana í sjoppunni og líka konunar á bókasafninu. En svo þegar ég var í London þá saknaði ég vinanna á Íslandi, Gráa kattararins, sundlaugana (samt ekki eins og ég sé alltaf í sundi), Laugavegsins ofl ofl.
Það er magnað hvað maður getur verið klikk.

|

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Ég vakna klukkan hálf sjö og fer að hlunnkast. Svo fer ég í vinnuna og er þar til milli fjögur og fimm. Svo fer ég heim að læra. Svo fer ég að sofa um níu.
Er einhver til í að skipta á lífi.
Guð minn almáttugur hvað ég lífi innihaldslausu og leiðinlegu lífi. Ég ætti kannski bara að taka leigubíl úpp á dýraspítala og láta svæfa mig.

|