föstudagur, október 28, 2005
|miðvikudagur, október 26, 2005
Þá er ég komin í djammpásu þangað til 12. desember þegar ég skila inn ritgerðar helvítínu. Síðasta helgi var nefnilega helvíti strembin.
Ég var á HABL fundi síðast föstudag og hér eru nokkrar af reglum HABLsins:
Reglur félagsins
1. Bannað að skrópa (einar valdi sér refsingu við skrópi: umskurður)
2. Alltaf skal drukkið áfengi (án undantekninga)
3. Bannað að fara heim fyrir miðnætti
4. Meðan á HABL fundi stendur er fjölskyldan ekki til. Ef makar senda SMS eða hringja - Ljúgðu !!
Þetta er sjúklega skemmtilegur hópur sem samanstendur af gömlum TALsmönnum og konum. Nú við náðum að fá okkur aðeins og taka sporið.
Á laugardag var brúðkaupspartý og tóku Rauðu Englarnir dansatriði. En í Rauðu Englunum er ég og hann Jón Valur á leigunni. Dansinn samanstendur af breiki og einhvers konar blökkumannasvingi. Hendi inn myndum við tækifæri.
Fór í göngu á mánudaginn ásamt 2-3 öðrum konum. Klikk gaman.
Hb.
mánudagur, október 24, 2005
Ég eyddi helginni mest megnis í drykkju og djæf. Drakk sirka 200 G&T og eitthvað af öðrum tegundum. Held hreinlega að ég sé komin í djammpásu þangað til 12 desember en þá leggst ég sem frægt er orðið í massíva dagdrykkju. Já þannig er það nú bara.
sunnudagur, október 23, 2005
|föstudagur, október 21, 2005
| |fimmtudagur, október 20, 2005
| | |þriðjudagur, október 18, 2005
London var mjög busy, mikið verlsað og gengið og drukkið. Ég held ég sé orðin of gömul í svona stuðferðir og þjáist af síþreytu í dag. Hápunktur ferðarinnar var að hitta strákana á Balance - ohh þeir eru svo æðislegir. Fyrir þá sem fara til London á næstunni þá mæli ég með Balance á High Street Kensington, þó það væri ekki nema bara til að fara í sleik við þjónana. Vonbrigði ferðarinnar eru klárlega litatískan sem er í gangi í dag en ég geng ekki í appelsínugulu, snarfjólubláu og ógeðsrauðu. Búðarinar eru fullar af fötum í þessum litum - mín fílabeinshvítahúð ræður ekkert við þessa liti. Ég vil bara fá svört föt og kannski smá bleikt til að lífga upp á þetta. Já ef allir hefði áhyggjurnar mínar úff.
En ég hitti nú líka Dr. Andrew Summer prófessorinn minn og hann var alveg að míga í sig yfir því hvað ritgerðin mín væri flott. Jebb þetta getur maður. Ég skila henni inn 12. desember og ætla eftir það að leggjast í dagdrykkju. Spurning að fá slopp í jólagjöf og skella sér á Vog á nýju ári.
luv h
föstudagur, október 14, 2005
London er aedi. Ferdafelagarnir i godum gir. Hafragrautur, straeto og hvitvin er naest a dagskra. Fundur med the professor, shooping og balance kemur tar naest. Gaeti ekki verid betra. Morgundagurinn stifur. Vaknad, verslad, kokteilar, verslad, fordrykkur hja GA, matur a THai, dansad a naeturklubbi, dottid heim undir morgun. Eg hreinlega verd ad flytja aftur ut. Elska ad koma i ibudina mina med ollu dotinu minu ohh.
luv fra shooters
mánudagur, október 10, 2005
Það var þessa helgi sem ég hefði auðveldlega getað látið barna mig af suðrænum manni en gerði ekki. Skrýtið! Gæti verið í dag að leita af barnavagni til sölu og finna eitthvað kjút skiptiborð en er í staðin bara að huga að Londonstuðferð. Já svona er lífið nú spetz.
H
laugardagur, október 08, 2005
|föstudagur, október 07, 2005
|miðvikudagur, október 05, 2005
Líf mitt er núll áhugavert þessa dagana þess vegna hef ég nú ekkert verið að blogga. Það sem stendur uppúr undanfarna daga er að ég fékk kjöt í karrý í matinn í gær. Á hverjum degi fer ég á æfingu, vinn og heim að lesa. Þetta ferli eitt og sér getur gert hvern mann geðveikan. Mér finnst líka mjög gaman þegar ég tek eina Su Doku svona rétt fyrir svefinn, það er kannski líka smá hápunktur í mínu lífi.
Ég er flutt á G1 og hef komið mér þar vel fyrir, ég get alltaf boðið einum gesti í einu í heimsókn því það er svo fínn hægindastóll í herberginu mínu.
En að skemmtilegra umræðuefni: London er að skella á í næstu viku. Og það er komin mjög stíf dagskrá. Við Ína hittumst í Mjóddinni í síðustu viku til að hafa fund og svona aðeins að fara í gegnum hvað okkur bráðvantar úr búðunum. Á innkaupalistanum eru skór, nærföt, dýrar töskur og yfirhafnir svona þetta helsta sem ungar stúlkur vantar.
Svo af því ég er orðin nýmjó og get skammlaust gengið í gömlu rúllupylsufötunum mínum. Þá er ég svo heppin að hafa valið misheppnaðan snarflegin djammkjól í vinnuna. Ég er búin að sveipa mig þykkum trefli til að kæfa ekki samstarfsmenn mína í brjóstum.
luv h