Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

miðvikudagur, júní 29, 2005

Þá hefur hversdagslífið tekið við eftir að skonsurnar fóru heim. Ég reyni að herða mig upp í að sitja við skriftir á daginn en langar mest að hanga í kokteil á kaffihúsi. Það tekur sjálfsagt smá tíma að trappa sig niður eftir svona mikið stuð.
Ég gleymdi nú að minnast á það í síðustu færslu að ég er viss um að enginn lifandi maður hefur setið til borðs á Michelin staðnum í hjólabuxum eins og greyið hún ég gerði hahaha. Enda er ég samlæra og alveg ómögulegt að ganga í pilsi berlegggjuð. Nú svo hefur sjálfsagt enginn teiknað upp ættartré stórfjölskyldu að vestan með súkkulaði á borðdúkinn á Sketch. Já svona er þetta þegar meðlimir Michelin hópsins hittast það verður allt vitlaust.
Ég er að koma til Íslands í 10 daga og ætla að skrifa á daginn og leika við vini mína og vini þeirra á kvöldin. Hlakka til að sjá ykkur á Íslandi en ég kem 11. júlí ef einhver skildi vilja panta fyrir mig limmó.

Luv

|


Hressa Limmo nefndin Posted by Hello

|


Stud � Limmoinum - er til eitthvad hallaerislegra Posted by Hello

|


Dora ad tala vid Tony Limmo bilstj�ra Posted by Hello

|

þriðjudagur, júní 28, 2005


Ein ekki nogu hress daginn eftir og ein mjog hress Posted by Hello

|


Kvikmyndastjarnan Krissa i Notting Posted by Hello

|


Brjalad ad gera a dansgolfinu Posted by Hello

|


Unnusti minn hann Rodrico Posted by Hello

|

mánudagur, júní 27, 2005


Ad andast ur studi - D�ra, Eygl�, Sigr�n, Helen, �na, Krissa og Sara Posted by Hello

|


Nokkrar mjog saetar ad fara ut ad borda a Sketch Posted by Hello

|

sunnudagur, júní 26, 2005

Þá er formlegri dagskrá lokið - henni lauk með afmælisbrunch á Oxo Tower. Afmælisbarnið Dóra Björg bauð þar til hátíðarveislu sem var mjög vel heppnuð og voru afmælisgestir mishressir eftir skrall gærkveldsins. Þetta er búið að vera alveg sjúklega gaman. Við byrjuðum á því að toppa allt lúðalegt með því að sækja stelpurnar á LIMMÓ út á flugvöll á fimmtudaginn og það varð auðvitað allt vitlaust yfir því hvað þetta væri hallærislegt, keyrðum um borgina með kampavín og aðrar veigar - sjúklega töffí NOT. Dagskránni var fylgt mjög vel eftir enda ekki annað í boði. Fíflið hún ég pantaði fyrir okkur á einum flottasta veitingastað bæjarins sem er með einhverja stuð Michelin stjörnu og kostaði maturinn eftir því en hey so what. Eygló hafði líka orð á því að hún væri ekki komin til London til að borða einhvern smælingja mat og svo er hún vön því að drekka vín sem eru framleidd rétt eftir WW2. Við vorum eins og kvikmyndastjörnur á barnum á Sketsh þar sem Ína ljósmyndari fyrir sænska Hello fór á kostum, Eygló ritstjóri fékk nokkra á eintal og Sísí dóttir ríkasta manns á Íslandi var í essinu sínu. Dóra var besti dansarinn og þurfti að berja frá sér missæta stráka. Ég og Sara reyndum að finna einhverja sæta gæja sem tókst með ágætum en Krissa var einhvern vegin vinsælli - alla vega eru fullt af myndum af henni með hinum og þessum strákum.
Þetta var algjör snilld og á maður eftir að lifa lengi á þessari helgi. Ég er svona að hressast eftir að hafa átt frekar slæman dag. Ætli ég skelli ekki bara í mig 60 ára gömlu hvítvíni.
luv h

|

fimmtudagur, júní 23, 2005

Þá er stóri dagurinn runninn upp
Í kvöld mæta Krissa, Ína og Sigrún til London og Eygló kemur á morgun, þegar eru mættar Helen, Dóra og Sara. Og guð minn góður hvað það á eftir að verða mikið stuð. Ég ætla að henda inn dagskránni fyrir ykkur sem langar að fylgjast með.

Elsku vinkonur.
Þetta er dagskráin fyrir íslenska dömudaginn 24.- 26. júní 2005. Eins og gefur að skilja þá er þetta mjög stíf dagskrá og ekki er möguleiki að breyta henni.


Fimmtudagur 24. júní.

Leigubíll sækir dömur á Heathrow og keyrir þær á Shooters Hill Road þar sem húsráðandi bíður spenntur með kælt vín. Kvöldinu er eitt í almennt spjall, gengið frá farangri, farið í gegnum Séð og Heyrt og byrjað að tala illa um þá sem eiga það skilið.

Föstudagur 25.júní

8.00
Ræs, sturta og morgunmatur


10.00
Hittingur fyrir utan GAP á High Street Kensington

10.00 – 13.59
Búðirnar á High Street þræddar

14.00 – 15.30
Kampavín og lunch á Balance

15.31 – 18.00
Klárað að kaupa inn heildress.

18.01 – 19.00
Tími gefin til að koma sér í Brooks Mews


19.01- 00.00
Matur og drykkur og tekið á móti EyglóLaugardagur 25. júní

08.00
Ræs og morgunmatur

10.01 – 16.00
Ef veður leyfir þá verður þessum degi annað hvort eitt í Hyde park með nesti og nýja skó og auðvitað eitthvað smá af áfengum veigum eða í Blackheath garðinum. Mikilvægt er að ef Blackheath búar fara í Hyde Park að taka með dress fyrir kvöldið.

16.01 – 18.00
Mætt í Brooks Mews í drykk og yfirhalningu fyrir kvöldið. Mikilvægt að dömur séu mikið málaðar og á hælum auðvitað (þarf nú varla að taka það fram).

18.01 – 19.00
Kokteilar á Light Bar.


19.30 – 04.00
Hátíðardinner á Sketch.
Borðum á Sketch – mjög flottum stað í Soho rétt við Oxford Circus. Þeir bjóða annars vegar upp á Brasseri og svo mjög fínan veitingastað. Við erum auðvitað að fara á fína veitingastaðinn og höfum aðgang að barnum eftir mat. Á þessum stað er einmitt hægt að sjá fræga – sem er mjög mikilvægt.

Heimferð veltur á hverjum og einum en mælt er með að allir fari saman heim til þess að forðast leiðindi. Mælt er þó með að það sé ekki farið heim fyrr en þær sem eru á lausu hafi alla vega farið í sleik við tvo.Sunnudagur 26. júní


9.00
Ræs – hvort sem dömur eru ælandi dauðar eða ekki .

11.00
Mæting í Brooks Mews og haldið í brunch.

12.00 Brunch í Notting Hill.

Formlegri dagskrá líkur eftir brönsinn. Þá er í raun fyrsti frjálsi tíminn og geta dömur farið í búðir eða bara í einhvern garð og drepist og drepið nokkrar dúfur í leiðinni.

Luv h & d

|

þriðjudagur, júní 21, 2005


og eg vard ad setja tessa inn af honum Thor, hann er svo mikid aedi. Posted by Hello

|


Art mynd �r kirkjugar�inum i Gassin Posted by Hello

|


Alveg eins og � Feneyjum - h�fnin � Port Grimaud Posted by Hello

|


The happy Vixill Posted by Hello

|


Qinli and Emilie in St. Tropes Posted by Hello

|

sunnudagur, júní 19, 2005

Þá er maður komin frá St. Tropes. Ég rétt næ að þvo fötin fyrir næstu törn. Það er nefnilega von á hersingu frá Íslandi á fimmtudaginn og eins gott að heildressin og hælarnir séu í lagi. Sara Pé kom til Lon á miðvikudag og voru miklir fagnaðarfundir þegar hún skrönglaðist á Shotters í 33 stiga hita í dag. Það eina í stöðunni var að fara og fá sér kokteil til að fagna. Það var geðveikt í Frakklandi og ég reyndi eins og ég gat að komast á sjans með mjög ríkum manni en ahhh tókst ekki. Sá nokkra hnokka á ströndinni þar sem ég veltist um eins og selur en ekkert sem ég var eitthvað að spjalla við - enda voru þeir ekki nógu ríkmannlegir fyrir mig.

luv aus London
Helen

|

föstudagur, júní 10, 2005


Saetar i Hyde Park Posted by Hello

|


Afrikuparid Groa og Bjoggi buin ad na ser i sma lit Posted by Hello

|


Litli unginn minn Dagur Posted by Hello

|

miðvikudagur, júní 08, 2005

Ég er búin í prófum liggaliggalá

Ég hélt að þessi törn ætlaði aldrei að taka enda en svo allt í einu er þetta bara allt búið. Mikið djöfulli er ég glöð yfir þessu, hespa svo saman einni mastersritgerð einhverja helgina í sumar. Svo fékk ég símtal í dag frá fyrirtæki sem vinnur við ráðgjöf í mannauðsstjórnun fyrir hin ýmsu fyrirtæki hér í borg og mér var hátíðlega boðið í atvinnuviðtal á mánudaginn eftir viku. Hlakka mjög til og virðist þetta vera spennandi fyrirtæki. Og til að kóróna daginn þá er bíómynd í sjónvarpinu með Jean Claude Van damme - ÆÖ vildi svo sannarlega að þú værir hér að horfa á með mér. Nú og svo ætla að vakna eldsnemma á morgun og maka á mig sólarolíu, hanga í Hyde Park með Dóru og G&T í hönd. Kannski maður reyni að drepa einhverjar dúfur svona í tilefni dagsins.

Luv Helen

|

mánudagur, júní 06, 2005

Ohh af hverju getur maður ekki flýtt tímanum - ég er að andast yfir næsta prófi og nenni ekki að læra meira. Ég er búin að læra stanslaust frá því í september 2004 og ég er alveg komin með ógeð. Ég vildi að ég gæti bara ákveðið að núna væri miðvikudagur og klukkan 17.00. Planið eftir prófið er mjög stíft - NOT. Ætla að hafa dömudag með DBM þar sem dagskráin fyrir londoníska dömudaginn í júní verður negld niður, nú ætli maður kaupi sér ekki eitthvað fallegt og fái sér eins og tvær prosecco.

Dagskráin framundan er eftirfarandi:

Fer til St. Tropes (sem frægt er orðið) á laugardaginn og verð í viku. Þegar ég kem til baka verður hún Sara mín komin á svæðið ásamt Sibbu, næ reyndar ekki að hitta Sibbu nema kannski á flugvellinum. Erla litla verður reyndar líka í Lon á sama tíma með kórnum sínum en auðvitað missi ég af henni :(
Svo detta Krissa, Ína, Eygló og vonandi Sísí hingað í lok júní og vá hvað það verður geðveikt gaman - enda skipulagning þegar hafin. Í byrjun júlí er ætlunin að fara til Brighton í dömuferð, kannski maður detti til Íslands í júli eitthvað og svo ætla mamma og pabbi að koma í lok júli og vera í tvær vikur.
Fyrir þá sem vilja koma í heimsókn þá er laus tími á Shooters um miðjan júli og eftir miðjan ágúst.
Á milli dagskrárliðanna ætla ég að hamra saman einni mastersritgerð - já já það verður ekkert mál. Verð bara slétt mild allan tímann sem ég geri hana.
luv h

|

laugardagur, júní 04, 2005

Það verður smá forskot tekið á sæluna hér í Portsmouth í kvöld en heimilismeðlimir ætla að gerast svo grófir að fá sér rauðvín með refabarninu sem við erum að grilla. Ég hef nú ekki fengið með bílstjórahressingu í nokkra daga og er mest hrædd um að ég drepist yfir matnum. Uhhm það sem ég er búin að gera undanfarið er ekki merkilegt, ég hef vaknað, lært, borðað NAMMI og mikið af því, setið í sólbaði og drukkið kaffi út í eitt. En þessi törn er á enda á miðvikudaginn og þá á ég bara mastersritgerðina eftir. Ég tek hana nú alveg á hælin í sumar, engin spurning. Svo ætla ég aldrei í lífinu í skóla aftur. Nú ætla ég að einbeita mér af því að verða alveg klikk rík og ferðast um heimsins höf.
luv hb

|

miðvikudagur, júní 01, 2005

Lærdómsbúðirnar ganga hrikalega vel og ég hef ekkert meira að segja.
Allt í lagi bless bless

|