Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

þriðjudagur, maí 31, 2005

Í dag hefjast lærdómsbúðir suður með sjó hjá Jórunni og co. Jebb ákvað að drífa mig í nokkra daga og læra úti í sólinni og jafnvel drekka vel af kaffi með íslensku brennivíni til að halda mér vakandi. Hugur minn er við St. Tropez en þangað held ég 11. júní í 8 daga og get ekki beðið - er viss um að ég hitti fullt af sætum strákum sem ég get byrjað með og flutt inn til London.


luv h

|

laugardagur, maí 28, 2005

Jæja, skilaði stóru verkefni í síðustu viku og skellti mér í tvö próf sem frægt er orðið. Þá er bara eitt stuðpróf eftir 8. júní. Eftir prófið á fimmtudaginn hef ég hangið úti í sólinni, drukkið G&T, rauðvín og Prosecco nammi nammi. Hef hugsað mér að hafa helgina í þessum dúr, drulla mér fram úr snemma og æða út í sólina. Það var svona 25 stiga hiti í London í gær og alveg vangefið rakt. En mér er alveg skítsama næstum búin að klára prófin og alveg í stuði. Ég var á spilakvöldi hja DBM og AS í gær. Mig minnir að ég hafi skíttapað en var sagnadrottning kvöldsins og það skiptir öllu.

Tótla litla var að útskrifast frá Bifröst í dag - til lukku sæta.

Luv h

|

miðvikudagur, maí 25, 2005

Hoj,
Var að koma úr prófi og á leiðinni í annað á morgun, lofa að blogga klikk mikið næstu daga þegar þessi törn klárast.
luv hessa

|

laugardagur, maí 21, 2005

Ohh mér finnst fólk ekki nógu duglegt að skrifa á bloggin sín. Því þegar ég tek mér pásu þá ligg ég á netinu og les blogg. Og eins og t.d. núna þá finnst mér afar leiðinlegt að geta ekki lesið neitt nýtt og þarf því líklega að drulla mér út að hlaupa svona rétt til að missa ekki geðheilsuna. Ég er aftur komin í ljóta gírinn - þarf að láta lita á mér augnbrúnirnar, fara í klippingu og neðanþvott. Já eins og þið sjáið þá tekur það á mann að vera í námi. ÉG ætla næsta föstudag að detta í dagdrykkju - rölta um London, detta í búðir og vera alveg sjúklega fín og sötra kampavín við og við. Svo er ég að fara á virðulegt línuskautanámskeið í Hyde Park eftir þessa törn, sé mig í anda þeysast um garðin á dýrum og fínum skautum og í nýju línuskautaheildressi. Verð líkleg að taka upp gamla iðju, að bjóða vegfarendum neðanþvott, til að eiga fyrir öllum þessum útgjöldum.

luv helen neðanþvottur

|

fimmtudagur, maí 19, 2005

Líf mitt varð áhugaverðara í gær en þá fór ég á Nobu nammi nammi nammi og svo í kokteil á Hilton hótelið. Sat þar ásamt Magga og Önnu Huld í góðu yfirlæti. Já svona getur ég verið heppin, bara boðið fínt í mat og drykk. Fékk mér líka drykk með einum kennaranum í skólanum og nokkrum samnemendum, kennarinn var 15. mínútur of seinn og ég sagði að það væri allt í lagi hann myndi þá bara smyrja á mig 15% aukalega fyrir verkefnið mitt og það var samþykkt með handabandi. SVona getur maður gabbað þessa karla upp úr skónum.
Jæja elskurnar vona að Selma standi sig vel í kvöld en þessi keppni er bara sýnd á BBC4 og námsmannakreppur eru ekki með digital box. Ég vil bara SMS frá ykkur þegar hún hefur sigrað.
Luv h

|

þriðjudagur, maí 17, 2005

Það er nú meira hvað líf mitt er áhugavert þessa dagana NOT. Refabörnin eru horfin úr garðinum og ég get því ekki tekið mér lærdómspásu í að horfa á þá, sólin skín úti og það er frekar heitt en nei ég get ekki setið úti því þá læri ég ekkert, er frekar í því að passa að sólin skíni pottþétt á mig. Þessi ritgerð sem ég er að bögglast með gengur afar hægt og það eru tvö stór próf í næstu viku. Já já ég fer ekkert af taugum. Markverðast í lífi mínu undanfarna daga er að ég hitti minn ástkæra bróður ásamt Gróu og co. í gær yfir einum pilla, hann er að fara til Afríku að veiða gíraffa og önnur dýr í útrýmingarhættu. Svo er mega Evróvision party heima og ég missi auðvitað af því eins og öðru - kannski maður hendi upp eins og einu partýi á SHooters og reyni að vera hress.
virðingafyllst hessa hressa

|

föstudagur, maí 13, 2005

Loksins loksins var loftið hjá mér lagað - hér komu tveir afar virðulegir herramenn frá Íslandi og löguðu allt. Þrátt fyrir iðnaðarmenn í íbúðinni náði ég að læra slatta og sit nokkuð ánægð með mig brjósthaldaralaus í hermannabol og hangi á netinu. Eins gott að ég er með síllí annars myndu þau lafa svo skelfilega. Þessa dagana lifi ég afar áhugaverðu lífi eða þannig - ég stekk alveg hæð mína ef það er einhver góður garðyrkjuþáttur í sjónvarpinu á kvöldin þá get ég tekið pásu, ég tala nú ekki um ef CSI is on.

|

þriðjudagur, maí 10, 2005

Það er nú meira hvað feðgarnir, Pétur Pálmi, Balti og Ingvar, eru matvandir. Þeir borða ekki tómata, banana, ferskjur, heitar bökur, brauð ofl sem við erum búin að reyna að gefa þeim. En þeir borða grillaðan kjúkling nammi nammi - hvað er í gangi með þessa refi. Skil ekkert í þeim og nú er ég líka hætt að gefa þeim. Þeir mega fara drífa sig heim til sín. Ég þarf að fara að nota borðið og stólana sem eru úti í garði og skella á grillið. Get ekki boðið meðlimum LA að vera grenjandi út í garði með Sangria og eiga það á hættu að vera étnar af refafjölskyldu.
Hlakka klikk til að fá ykkur út stelpur og er virkilega ánægð að KBE ætli að vera í fjórar viku.
Luv HB,PP,BK & IÞ

|

sunnudagur, maí 08, 2005


Ágúst þjónn með meiru sem var mjög duglegur að fylla á - Helga og Þórey í baksýn Posted by Hello

|


Bryndis jassballetkennari Posted by Hello

|


Jórunn og Marta húsráðandi sem á æðislega íbúðina Posted by Hello

|


HB og DBM Posted by Hello

|


Stína, Guðrún og Jórunn Posted by Hello

|


DBM og Malla Breiðfjörð Posted by Hello

|

Það var geðveikt gaman á íslenska dömudeginum í London. Við DBM vorum reyndar svona að ræða við Mörtu húsráðanda að Daman ehf. á Íslandi ætti nafnið en við gætum svo sem alveg lánað það út. Það voru fullt af skemmtilegum íslenskum dömum á svæðinu og gaman að kynnast nýju fólki. Hitti jassballetkennara frá árum mínum sem jassballetstjarna hjá Sóley og ég er að reyna að mana hana í að hafa námskeið hérna úti fyrir okkur. Svo var auðvitað Malla á staðnum alveg eðal kona og gott ef ég ættleiddi hana ekki þarna eftir 9 kampavínsglasið og alveg fullt fullt af skemmtilegum konum. Enduðum á Ubon (systurstað Nobu) í kampavíni og sushi og sumir fóru heim en aðrir að dansa við strákana.
luv h

|

laugardagur, maí 07, 2005


Var að tala við hana Söru og ákvað að skella einni gamalli mynd inn - þetta er í London áður en húsgögnin komu Posted by Hello

|


Björn Ari að taka týpuna í HM - hann er alveg eins og kvikmyndastjarna Posted by Hello

|


Þetta er útsýnið úr íbúðinni sem við ætlum að leigja í St. Tropes Posted by Hello

|

föstudagur, maí 06, 2005

Þá er það ákveðið - ég er að fara til St. Tropes eftir prófin í júní í rúmlega viku með tveimur stelpum í skólanum. Ég kvíði auðvitað ofsalega fyrir en það verður bara að hafa það. Erum búnar að finna þessa ljómandi íbúð til leigu við sjóinn og erum harðákveðnar í því að liggja bara á ströndinni með kokteila og reyna við strákana. Úff eins gott að hliðarspikið verði horfið.
Lifi þessa dagana á snarsterku kaffi sem Erin flutti inn frá Eþópíu og er alveg ógeðslega gott. Ég held reyndar að það séu einhver eiturefni í þessu því ég er alveg á flugi að læra. Helvíti fínt veðrið úti en mér er alveg sama þessa dagana, þar sem ég veit að eftir nokkrar vikur fær minn hunangsbrúni kroppur smá sól.
love

|

miðvikudagur, maí 04, 2005

Mikið óskaplega verð ég glöð þegar þessar helvítis kosningar eru búnar í Bretlandi - alveg óþolandi hvað hægt er að rífast mikið um sömu málefnin alveg endalaust. Og ekki hægt að kveikja á sjónvarpinu nema að sjá þetta rauðhærða, spikfeita gerpi hjá íhaldsflokknum væla. Það er þó alla vega létt í Tony litla. Um helgina er þetta margfræga stelpupartý í London og ég hlakka afar mikið til að taka mér smá lærdómspásu og vera vel hífuð um miðjan laugardag, ætli ég drepist ekki upp úr kvöldmat svo ég geti vaknað hress á sunnudaginn og haldið áfram að læra.
Æi svo hef ég ekkert meira að segja nema þið viljið vita eitthvað um hvað veldur stressi á vinnustöðum og hvernig hægt er að stjórna því nú eða kannski má bjóða ykkur að fá upplýsingar um stefnumótun fyrirtækja - en mikið andskoti er það nú leiðinlegt fag. En jú ég get sagt eitt að hann bróðir minn Kenneth er orðin virðulegur framkvæmdarstjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands - til lukku maður.
Góða nótt og good night

|

þriðjudagur, maí 03, 2005

Komin til London eftir miklar vinnubúður suður með sjó. GEkk alveg rosalega vel og mikið lært og borðað - er ekki frá því að ég hafi aðeins bætt á mig. Tók fullt af myndum og set þær inn á bloggið von bráðar. Það besta kannski var að á sunnudaginn var um 25 stiga hiti og við Jórunn drösluðum borðstofuborðinu og stólunum út í garð og sátum þar nettengdar með tölvurnar og prentarann já geri aðrir betur. Næstu dagar eru mjög stífir í lærdómi endalaus verkefnaskil og próf.
luv hessí

|