Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

miðvikudagur, mars 30, 2005

Hoj hoj,
Ég ætla til Íslands um helgina í smá djæf og hitta vini mína og svona og kannski drekka nokkra góða kaffibolla á Gráa og fá mér trukk svo langar mig líka í sund og hitta barnanördin sem ég þekki og ætli ég fái mér ekki líka nokkra öl.
Hlakka til að sjá ykkur gömlu geitur.
Luv h

|

þriðjudagur, mars 29, 2005

Ég hef aldrei á ævi minni þolað svona leikfimishópa sem myndast í ræktinni. Á öllum mínum ferli sem Hlunkur eða Þráður þá hef ég forðast eins og heitan eldinn svona kerlingahópa sem vija endilega fá mann í smá spjall um hvernig tíminn hafi verið, hvernig þeim gekk að komast fram úr í morgun og hvort barnið þeirra sé með svæsna eyrnabólgu. Mér er bara skítsama um þetta allt saman. Og hef alltaf verið afar þögul og með svona svip sem sýnir að ég hafi ekki áhuga á að taka þátt í þessum samræðum og hvað þá að fara eitthvað með hópnum eftir æfingu - ALDREI í lífinu. Þess vegna skil ég ekki af hverju ég er alltaf dregin inn í einhverjar svona umræður sem ég hef engan áhuga á. Ég hélt að ég væri svo svipljót að kerlingarnar myndu bara láta mig vera en nei nei það er sama hvort maður er í Reykjavík eða London alltaf á að draga mann í einhvern svona stuðleikfimihóp. Skilur þetta fólk ekki að ég á nóg af vinum og þarf ekki fleirri. ARRRGG. Fæ mér bara einkaþjálfara heim þá þarf ég ekki að hitta þetta lið.
Með vinsemd Helen hressa

|

mánudagur, mars 28, 2005
Stuð á Electric í Notting Hill


Póstbloggfærslu sendi helenb


|
Litli unginn minn


Póstbloggfærslu sendi helenb


|
Mamma og pabbi í Blackheath í stuði


Póstbloggfærslu sendi helenb


|
Spáð í Tarrot fyrir mér og dbm


Póstbloggfærslu sendi helenb


|
Heia í Navahó Joe stuðskónum og Sara litla


Póstbloggfærslu sendi helenb


|

Var að hlaða myndum inn á tölvuna mína og ætla af því tilefni að henda inn nokkrum myndum af atburðum liðinna vikna.
Luv hb

|

sunnudagur, mars 27, 2005

Í dag gerði ég góðverk og út af því fer ég pottþétt til guðs og þeirra. Tók til í fataskápnum og ætla að gefa Oxfam (búð sem selur notuð föt og ágóðin rennur til krabbameinsjúkra). Þetta gekk svona upp og ofan til að byrja með því það hljóp í mig einhver púki að tíma ekki að gefa ákveðnar flíkur. Til dæmis varð ég allt í einu æðislega hrifin af röndóttri skyrtu sem ég hafði keypt þegar ég flutti út og verðmiðinn var ennþá á henni og ég tala ekki um kvarts beis buxurnar sem ég keypti um svipað leiti. Einmitt ekki ég að ganga í kvartsbuxum og hvað þá í beis. Í verðlaun sit ég við tölvuna og ét páskaegg og drekk bjór með pabba.
Ég verð líka að koma því að kæru keppendur í Fitubollukeppni 2004-2005 að mamma er alveg sjúk í að taka þátt - eða hún er kannski má segja búin að stofna sína eigin keppni eftir að hafa horft á sjónvarpsþáttin 'You are what you eat' og kallar sjálfa sig iðulega Kókosbolluna. Hún auglýsir eftir einhverri móður (Rósu, Dúddý eða Stínu) til að vera með sér í liði og er handviss um að hún rústi okkur yngri hlunkunum..

Með vinsemd og virðingu Kókosbollan og Þráðurinn

|

föstudagur, mars 25, 2005Póstbloggfærslu sendi helenb


|
Ég og Egill á sviðinu


Póstbloggfærslu sendi helenb


|
Við parið aftur


Póstbloggfærslu sendi helenb


|

Stórfjölskyldan æddi í Royal Albert Hall í gær að sjá Stuðmenn. Ég elska þessa hljómsveit og ég elska Röggu Gísla hún er bara geðtruflaðingslega flott. Ég ætla að skrá mig í tónlistarskóla til að geta sungið eins og hún og svo ætla ég að líta hárið svart og safna og vera alltaf í rosalega flippuðum fötum og svo ætla ég að stofna hljómsveit og verða heimsfræg. Fjölskyldan var orðin vel kát áður en tónleikarnir byrjuðu enda búin að skófla í sig veigum og með því í partýi fyrir tónleikana. Mér fannst mamma kannski svona hressust af okkur en hún var alltaf fyrsta manneskjan til að standa upp og tjútta - já einhvers staðar frá erfist athyglissýkin.
Skelli inn myndum.
Ciao Ragga Gísla.

|

miðvikudagur, mars 23, 2005

Það er æðislegt að hafa mömmu og pabba í heimsókn - þvílíkt sem er stjanað við mann. Mamma eldar ofan í okkur nokkrum sinnum á dag og vaskar upp og ætli ég biðji hana ekki um að renna yfir gólfin fyrst hún er að þessu konan. Verslunarkeppnin gengur vel. Mamma er með vinningshöndina, pabbi greyið þarf aðeins að fara að herða sig til að eiga eitthvað í frúnna. Og mig langar ekkert í partýið sem er hjá JV á leigunni og Eygló í kvöld nei nei ég bara grenja mig í svefn. Góða skemmtun allir vinir mínir sem fara í þetta partý og ég vil fá sendar myndir.
Snökt, snökt

|

mánudagur, mars 21, 2005

Ohhh ég missi af rosalega góðu partýi hjá þeim Sigtúnshjónum á miðvikudaginn - þetta þykir mér afar leiðinlegt því af stuðpóstunum að dæma sem ég hef fengið sent frá þeim er greinilegt að það verður klikkað stuð. Ég ætla bara að halda á Hverfispöbbinn og reyna að drekkja sorgum mínum yfir þessum missi og kannski að drepast fram á barborðið.

Annars er maður búin að æða um alla borg með ma og pa í leit að heildressum og hafa innkaup tekist svona ljómandi vel. Það er svoleiðis mokað ofan í pokana, eitthvað sýnist mér mamma hafa vinningshöndina í þeim efnum og mikið fjandi er mikið til að flottum fötum og fylgihlutum. Ég náði að kaupa mér þrenna skó á laugardaginn sem er helvíti vel af sér vikið.
Dagskráin framundan er mjög stíf: versla, djæfa, drekka og drepast.

h

|

sunnudagur, mars 20, 2005

Ég var að koma heim til London eftir að hafa ferðast um suður England undanfarna daga og það var bara geðveikt. Vorum í Brighton í dag í 20 stiga hita og allir alveg svoleiðis kaffibrúnir. Skelli inn myndum við fyrsta tækifæri.
Allt í lagi bless

|

þriðjudagur, mars 15, 2005
Gott ef það sést ekki glitta í klakavélina góðu – lengi lifi kokteilar


Póstbloggfærslu sendi helenb


|
Pottþétt eitthvað gott lag með Rick Ashley á fóninum.


Póstbloggfærslu sendi helenb


|
Fyrsti kokteillinn af 300


Póstbloggfærslu sendi helenb


|

mánudagur, mars 14, 2005

Það var helvítis álag á manni á laugardaginn. Þvílíkt stuð á hópnum sem hittist heima hjá Guðrúnu Önnu. Þar vorum við Dóra ásamt Ídu og Stínu og gestgjafanum. Þetta var ekta íslenskt stelpupartý bara talað um stráka og slumm hlustað á Sálina og hringt í nokkra til Íslands þegar stuðið fór að magnast. Enduðum á mjög skemmtilegum stað í Soho sem ég get því miður ekki munað hvar er né hvað hann heitir. En staðurinn var með klikk góða mjúsík. Hver man ekki eftir Rick Ashley, Madness, Gloria Gaynor og fleiri góðum. Hópurinn var virkilega ánægður að hafa lent á þessari búllu í staðin fyrir að sitja bein í baki á Sketch með hinum frægu. Kvöldið byrjaði líka svo vel þegar við komumst á sjans með leigubílstjóranum Harrý - SPÉ þú skilur hvað ég meina - og gat bara endað vel.
luv hb

|

föstudagur, mars 11, 2005

Í dag í UK er The Red nose day - fjáröflun til styrktar málefnum í Afríku og UK. Í tilefni þessa er bein útsending af alls konar sprelli og stuttum heimildarmyndum sem teknar voru í þessum löndum. Ég er búin að sitja hágrátandi yfir ástandinu. Það eru pínulítil börn á götunni í mörgum Afríkuríkjum, það er farið illa með fullt af gömlu fólki í UK af því það á engan til að sjá fyrir sér, það eru börn í Afríku með AIDS sem deyja af því þau fá ekki lyfjameðferð. ARRGGG af hverju þarf þetta að vera svona??

Ég vildi að ég gæti ættleitt öll þessi börn og drepið þessa aumingja sem fara illa með gamalt fólk.

Já vildi bara deila þessu með ykkur. Best að halda áfram að horfa og skæla svolítið meira.
luv

|

Nei nei ég er ekkert hætt að blogga. Fréttir af mér eru eftirfarandi:

1. Fitubollukeppnin gengur vel og mitt lið mun pottþétt vinna alla vega er ég komin í stærð átta í fötum. Sorrý KBE og EEÞ að þurfa að skíttapa keppninni.

2. Stefnan tekin á mikla drykkju annað kvöld í góðra vina hópi. Og er ég harðákveðin að blikka nokkra stráka á barnum.

3. Ég var í starfsviðtali hjá tískukeðjunni MANGO, þeim vantar einhvern starfskraft til að aðstoða Starfsmannastjóran við ráðningar og annað slíkt. Og ég er auðvitað rétta manneskjan í að ráða og reka fólk. Sjáum til hvort henni hafi litist eitthvað á mig. Fæ að vita þetta í næstu viku.

bless

|

mánudagur, mars 07, 2005

Það er komin rosalegur gangur í Fitubollukeppnina. Það eru tvö lið í keppninni og ég er í öðru liðinu. Ég veit ekki hvort aðrir liðsmenn vilji gefa upp nafn svona á netinu þannig ég læt þær um að ákveða það. Það eina sem ég hugsa um þessa dagana er að vinna þessa keppni. Það eru sem sagt bæði liðin hjá einkaþjálfurum - ýmist á Íslandi eða í London og sýnist mér mitt lið vera með vinningshöndina. Reyndar dálítið skrýtið að sú sem er með mér í liði sendi mér kókosbollur til London í afmælisgjöf - ætli hún sé að eitra fyrir mér hehehe. Nei nei ég hef bara falið þessar kókosbollur lengst inn í skáp svo ég þurfi pottþétt ekki að gefa neinum bita með mér þegar ég laumast og fæ mér eina og eina. Þetta er svona eins og alkarnir sem fela brennivín á mjög miklum leynistöðum- ég fel bara kókosbollur í staðin um alla íbúð.

Lengi lifi spik og kókosbollur

|

fimmtudagur, mars 03, 2005
Jórunn og Ævar Örn að andast úr stuði


Póstbloggfærslu sendi helenb


|
Helen og Erin með kampavínið góða
Póstbloggfærslu sendi helenb


|
Sjáiði hvað Símon á HVerfis er virðulegur í leðurkápunni sinni


Póstbloggfærslu sendi helenb


|