Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

mánudagur, febrúar 28, 2005

Þá er erfið helgi búin. Maður hefur ekki skrokkinn í að fara svona út tvo daga í röð ussususu. Ég gat akkurat ekkert gert í gær fyrir þreytu og sleni. Enda búin að æða um alla Lúndúnarborg tvo daga í röð í leit að ævintýrum. Þorrablóitið var mjög skemmtilegt - strákarnir í Buffi voru að spila og mér fannst ég vera að hitta gamla vini - SPÉ þú veist hvað ég meina hehe. Svo var svo heppilegt eða óheppilegt hvað allar veigar voru á góðu verði og það þýddi bara eitt - skál og aftur skál. Ég var algjör megapía í nýjum Þorrablótskjól sem var dálítið mikið flegin og brjósin voru út um allt. Enda hitti ég afar virðulegan bankamann á barnum sem var svona starsýnt á þau, þrátt fyrir miklar tilraunir hjá mér að fela svona það mesta með lítilli þröngri gollu. Ég ræddi aðeins við hann og er komin með helvíti gott lán með lágum vöxtum. Já það sem jullurnar geta gert fyrir mann.
Ég sit núna með rótsterkt kaffi og rúlla upp verkefnum sem ég ætlaði að vinna um helgina. Komin í bindindi fram að næstu helgi eða kannski bara lengur - hver veit.
Ástar- og saknaðarkveðjur úr kuldanum i LON

|

laugardagur, febrúar 26, 2005

Úff ég er rétt að skríða saman eftir mikil veisluhöld í gær. Fór á æðsilegan stað að borða og heitir Amya er svona með indverskt þema. Mega kúl staður og auðvitað kláruðum við sirka níu kokteila á mann áður en við fórum svo á ansi skemmtilegan bar sem heitir Royal. Akkurat núna get ég ekki hugsað mér að sporðrenna niður íslensku brennivíni og hákarli en það sem maður leggur á sig. Best að fara að undirbúa sig undir þorrablótið sem byrjar eftir þrjá tíma.

|

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Það eru nokkur atriði á dagskrá á næstunni.

1. Þorrablót Íslendingafélagsins í London næstu helgi og auðvitað ætla ég að mæta. Ég ætla að fá mér sérstakt Þorrablótsdress.

2. Erla Björg og RAggý eru að koma í heimsókn næstu helgi.

3. Og Vodavone er að fara til Glasgow aðra helgina í mars og ég var að spá í að detta yfir í sólahring og fá mér eins og tvo til sjö bjóra.

4. Stefnan er að fara til Köben aðra helgina í mars að heimsækja Navahoe Joe

5. Ma og pa eru að koma í mars og ég get ekki beðið.

6. Það á að gera við loftið í stofunni minni 5. mars.

7. Ég er að fara að vinna í kringum páskana í þrjár vikur í bresku fyrirtæki.

Svo er að koma einhverjum lærdómi á milli dagskrárliða - uhhmm hvernig sem það nú fer. Annars er ég svo heppin að umsjónarmaður Mastersritgerðarinnar minnar er með æði fyrir mér ætli ég biðji hann ekki bara um að klára meistaraverkið hehehe - geri aðrir betur.

|

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ég á afmæli í dag. Maður er orðin þetta 33 ára. Það er nú ansi mikið. En ég er farin að hlakka svo til að halda upp á fertugs afmælið mitt. Ætla að halda heljarinnar veislu í kvöld með Dorrit og þeim.
ciao

|

laugardagur, febrúar 19, 2005

Ég er orðin ástfangin. Ég sá nefnilega mann í líkamsræktinni í gær og alveg róleg hvað hann er flottur. Ég hélt líka um tíma að hann væri hrifin af mér þar sem hann skellti sér í róðratækið beint fyrir framan hjólið mitt en svo leit ég í kringum mig og sá að þetta var eina lausa tækið þannig að kenning mín fauk út um gluggann. But anyhow ég hef aldrei púlað eins mikið og í gær því ég gat ekki verið minni manneskja en ástmaður minn sem réri þetta fleiri þúsund metra án þess að svitna. Ég hafði stillt tímann á hjólinu á 20 mínútur og var um það bil að fá hjartastopp en hey - allt fyrir ástina. Skellti mér á aðrar 25 mínútur og í dag get ég eiginlega ekki gengið fyrri harðsperrum en er á leiðina í ræktinna eftir nokkrar mínútur. Það sem maður lætur hafa sig útí. Geri fastlega ráð fyrir að detta í þráðinn upp úr mánaðarmótum ef ekki fyrr.....

|

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Ég skil ekki fólk sem kemur inn í strætó sem er hálf tómur (eða segir maður hálf fullur) og sest við hliðina á mér þegar það eru fullt af lausum sætum. Í dag t.d. kom þessi hressi blökkumaður, svona frekar þéttur á velli miðað við píslina mig, og sest þétt upp við mig. Ég var svona að gefa honum vísbendingu um að ég kærði mig ekki um að hafa hann svona ofan í mér með því að færa mig aðeins nær glugganum en nei nei það hafði þveröfug áhrif á minn mann. Hann færði sig bara enn nær. Og þetta er ALLTAF að gerast. Ég skil þetta kannski alveg því ég er auðvitað svo klikk mikil pía og heimsborgari og mikið beauty. Bara verra að smælingjarnir setjast alltaf við hliðina á mér ekki gæjarnir - kannski af þvi ég er með svona mikla kryppu?

|

mánudagur, febrúar 14, 2005

Hver í andskotanum fann upp á þessum Valentínusardegi. Hér er allt morandi í hamingjusömum pörum og konurnar yfirleitt drekkhlaðnar af blómvöndum og demöntum. Allir veitingastaðir bjóða hamingjusömum og ástföngnum pörum einhvern ógeðs tilboðs matseðil á spottprís. Ég vona að allir fái geðveikan niðurgang sem fara út að borða í tilefni þessa ógeðsdags. Já nei nei ég er ekkert bitur ég er bara fegin að eiga ekki kærasta, já í raun virkilega fegin og ef ég ætti einn slíkan þá myndi ég skera af honum einhvern útlim ef hann myndi bjóða mér í Valentínusardinner.

|

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Heia er farin til Köben og Sara er farin til Íslands og ég sit snökktandi af söknuði. Hér kemur brot af þvi helsta undanfarna daga en þetta var bara klikk gaman. Set inn einhverjar stuðmyndir eftir að ég hef ritskoðað þær.

Fimmtudagur:
Matarboð á Shooters. Sara, Heia, Erin, Ævar Örn. Magga Tr. datt í hús, var á virðulegum fundi í London fyrir Vodafone, og kom sterk inn. Magga er vinsælasta stúlkan í hverfinu eftir að hafa reynt að hafa upp á mér með eiginlegar engar upplýsingar í farteskinu nema hún mundi að ég átti heima á eitthvað S og númer 77 en hún sagði bara við alla "i'm from iceland and do you know where helen my friend lives" júbb afar heilbrigð stelpa - það búa bara nokkur hundruð þúsund í þessu hverfi. Þetta kvöld var mikið slúðrar og eitthvað drukkið.

Föstudagur:
Djæf um daginn og enduðum í Bayswater seinnipartin hjá DBM yfir spilum og kampavíni og rauðvíni og g&t. Um kvöldið fórum við á Electric og urðum afar vinsælar enda ekki nema von. Vorum að spila með þessum flottu klámspilum og drukkum G&T út í eitt, átum steikur og berneisí sósur og aðeins meira G&T. Dyravörðurinn var orðin afar heitur yfir spilunum enda einn náunginn á spilunum afar líkur honum. Enduðum aðeins í glasi á diskói - þar sem ég kynnti mig sem Ragnheiði frá Íslandi og sagðist ekki geta beðið í neinni röð og auðvitað fórum við beint inn. Ekki veít ég af hverju ég kaus ekki að nota eigið nafn og man ekki hvort það var einu sinni röð þegar ég datt í týpuna hehehe.

Laugardagur:
Dottið á Wine Factory i Notting í hádeginu og snætt með Bayswatergenginu - Sara sá eina fræga Minnie Driver - við gengum um alla borg í leit að frísku lofti til að koma manni af stað eftir mikla keyrslu daginn áður. Sara náði sem betur fer að kaupa skó en þetta var orðið svo mikið hitamál og útlit út fyrir að engir skór yrðu keyptir. En sjúkkit það reddaðist. Enduðum út að borða í Covent Garden á mjög skemmtilegum stað sem heitir Navahoe Joe en ógeðs indiánaskórnir sem Heia keypti sér heita í höfuðið á þessum stað.

Sunnudagur:
Sara keypti annað skópar sjúkkit -
kaffihús-
bröns hjá vinafólki -
sara og heia yfirgefa borgina.

Þetta er svona í stórum dráttum.

|

þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Alveg rólegar á svipnum. Corfu 1992.


Póstbloggfærslu sendi helenb


|

Ég var að gramsa í gömlum myndum og mikið svakalega er maður orðin gamall og hrukkóttur þetta má glögglega sjá á myndinni sem ég ætla að setja inn af okkur "rokkurunum" á Corfu þar sem við erum allar vinkonurnar um tvö kíló og með unglega og slétta húð. Þetta með húðina og kílóin hafa kannski einhver áhrif á það hvort maður komist á sjans um helgina eður ei. Sara og Heia detta til London á morgun og er mjög stíf dagskrá framundan næstu daga. Föstudagurinn er þó hvað þéttastur. Mæting upp úr hádegi til DBM þar á að taka tappa úr flösku og spila út í eitt - kannski grenja smá og fagna hvor annarri á milli slaga. Já það má eiginlega segja að hópurinn um helgina samanstandi af Klámklúbbnum Gæsahúð og Glimmer það vantar bara Allý. Svo er stefnan tekin á Electric afar skemmtilegum veitinga + pub sem er staðsettur í Notting. Þar á að drepast yfir Berneisísósu og steik. Já líf námsmannsins í London er svo sannarlega strembið þessa dagana. En hey sumir mega nú aðeins slaka á eftir þriggja mánaða útlegð.
love

|

mánudagur, febrúar 07, 2005

Ta situr madur a bokasafninu i Winchester haskolanum. Jorunn er i tima en eg greyd ligg i tolvunum og hef tad fint. Her er rosalega fallegt - skolinn er inni i midjum skogi og her er kirkjugardur vid hlidina og toka yfir ollu mer finnst eins og eg se midpuntkur i glaepasogu eftir Agatha Cristie.
Tad var ansi ljuf helgin i Brooks Mews med DBM og teim. Tad var vel tekid a tvi i raudvininu og ju eitthvad var trodid i sig af nammi - enda alveg naudsynlegt ad baeta sma a sig. Neglurnar eru ordnar eins og nyjar og buid ad covera sludrid fra Islandi og til UK - og engin var ohulltur hehehehe. Tad var lika fagur hopur af Vortumedlimum, mistunnum to, sem vid hittum i hadeginu a laugardag ad undirbua torrablot. Allt yndislegir molar.
Jaeja best ad labba um svaedid og komast a sjans med einhverjum professor.
bletthhhhh

|

föstudagur, febrúar 04, 2005

Næstu daga er ég að fara í húsmæðraorlof. Jebb maður byrjar orlofið í Bayswater þar sem ég mun dvelja í góðu yfirlætir með DBM og Degi. Það á að taka allan pakkann - elda góðan mat - fá sér smá hvítvín- taka naglatreatment - slúðra - borða nammi - horfa á einhverja góða dömumynd. Á sunnudag er svo stefnan tekin til Portsmouth eða nánar tiltekið Fareham til Jórunnar og Co. Þar á líka að hafa það klikk kósí og elda einmitt humar og drekka hvítvín með á mánudeginum. Nú aldrei að vita nema við dettum inn á snyrtistofu í Brighton til Gunnu Lísu og hendum okkur í andlitsbað eða eitthvað fínt.
SVo má ekki gleyma að Sara og Heia eru að koma á miðvikudaginn og verða alla helgina. Stefnan tekin á að borða á Elektrika mega góðum stað í Notting og svo auðvitað bara að liggja á barnum og þetta helsta.
Later

|

miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Þetta eru brot úr loftinu hjá mér – gaman gaman


Póstbloggfærslu sendi helenb


|

Fyrirgefið mér fyrir að hafa ekki bloggaði í nokkra daga. Ég er bara búin að vera upptekin við að gera ekki neitt eða þannig. Málið er að partur af loftinu í stofunni hjá mér ákvað að hrynja. Þetta eru gifsplötur sem hafa ekki verið festar nógu vel eða eitthvað álika og hrundu niður sísvona. Og til mikillar lukku var enginn sem sat þar sem plöturnar féllu því sá hinn sami væri líklega dauður eða mikið slasaður. Og ekki var borðstofuborðið mitt nýja komið i hús sem á einmitt að vera á þessum stað. Ég er eiginlega í sjokki yfir þessu og er að fá eiganda íbúðarinnar á morgun til að skoða þetta. Eg er að vona að hægt sé að gera við þetta strax en er ansi hrædd um að það þurfi að taka allt loftið í gegn. Þá bý ég bara á hóteli næstu vikur ARRRGG. Best að setja inn eins og eina mynd af þessu scene of the crime.
bless helen geðhressa.

|