Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

laugardagur, desember 25, 2004

Þá er ég alveg að spring eftir allt átið undanfarna daga. Það er nú meira sem maður getur troðið í sig rétt sísvona. Kom heim fyrir akkurat viku og það sem ég er búin að afreka síðan þá er:
Læra
Fara á Gráa alla morgna
Hitta fullorðna vini mína
Fara í barnapartý með Sunnu, Mirru, Erni, Karólínu og Lovísu.
Heimsækja húseigandann á B9
Bara fara einu sinni í Kringluna jibbí og vel afrekað hjá mér
Detta á eins og eitt gott Stuðmannaball
Fara á Bubba Morthens
Pakka inn jólapökkum
Og opna jólapakka
og borða borða borða.
Það er alveg á hreinu að það verður tær grænmetissúpa í London næstu vikur.
Jæja best að hendast fram til að troða í sig hangikjöti af því ég er svo ofsalega svöng.

Gleðileg jól allir

|

fimmtudagur, desember 23, 2004


#

Talskilaboð sendi ég

|


Bjorinn fyrir vasapeningin fra OM

Myndina sendi ég


|


Bjor i bodi OM

Myndina sendi ég


|


Búbbì M. eins og sèst

Myndina sendi ég


|


Bùbbì M. eins og sèst svo vel
SMSbloggfærslu sendi ég


|

laugardagur, desember 18, 2004


Tjónusustúlkan á Thorvaldsen
SMSbloggfærslu sendi ég


|


Eigandi B9
SMSbloggfærslu sendi ég


|


Sasú
SMSbloggfærslu sendi ég


|

fimmtudagur, desember 16, 2004

Svo er það bara Ísland á laugardag og sjálf hef ég pantað leigubíl út á völl, nenni ekki þessu farangursrugli. En áður en það gerist þarf maður aðeins að hendast inn í Kensington í verslunarleiðangur þvi það er sittlítið sem vantar fyrir heimför. Málið er að ég kaupi alltaf jólagjafirnar mínar frá strákunum sjálf af því þeir hafa ekki treyst sér til þess síðustu 10 ár eða síðan ég hætti að fá frá þeim dót sem þeir gerðu í smíði. Svo þarf ég að pakka þeim inn sjálf því þeir eru líka lamaðir í því. Í refsingarskyni þá ætla ég að kaupa fleiri muni frá þeim til að gefa mér og ætla að hafa pakkann frá þeim virkilega veglegan í ár.

|

þriðjudagur, desember 14, 2004

Finnst ykkur eitthvað atriði að ÆÖ hafi farið á British Library og ekki fundið neinar bækur. Fyrir ykkur sem ekki vita er þetta bókasafn ekkert smáræði - þetta er höll. Og maður hefði nú haldið að þar leyndust tvær til þrjár bækur en nei nei engar bækur í því safni. Ég kem heim á laugardaginn er að andast úr spenningi. Hlakka rosalega til að hitta alla vini mína og fjölskyldu. Nú svo verður ekki leiðinlegt að fá sér aðeins á laugardaginn og reyna kannski að komast á íslenskan sjans.
luv hb

|

sunnudagur, desember 12, 2004

Þá er maður búin að vera í jólageðveikinni á stuðgötunni Oxford og ég náði að kaupa allar jólagjafirnar gjöriði svo vel. Náði líka að kaupa sittlítið af hverju á sjálfan mig og stendur hæst gullbelti afar fagurt. Óg fyrir ykkur sem ætlið að reyna að fá mig með ykkur í Kringluna eða Smáraógeðið fyrir jól getið gleymt því. Ég fór lika í svo patent skóm í bæin eða þannig. Vildi ekki eyðileggja stílin á heildressinu sem ég valdi mér til að fara í þannir ég hendist á milli búða í snarháum hælum. Get ekki sagt að það hafi verið eitthvað sérstaklega þægilegt svona þegar líða fór á. En hvað gerir maður ekki fyrir lookið.

|

föstudagur, desember 10, 2004

Jæja þá er kátt í höllinni. Erin kærasta Ævars Arnar er komin frá Ameríku og Jórunn er að koma með krakkana á morgun frá Portsmouth. Stefnt er á jólagjafakaup og mikla eyðslu á sunnudaginn. Get ekki beðið eftir að rífa upp visakortið og eyða svoleiðis og eyða. Vonandi verð ég heppin í gullþamanu. Þeir sem ætla að koma í heimsókn á næsta ári verða endilega að fara að leggja inn dagsetningu því það eru bara allar helgar að verða uppteknar. Ég er að spá í að ráða eldri konu i hálfsdagsstarf á næsta ári við að taka á móti gestum. Ég hef trú á að það verði allt vitlaust að gera í gestamóttöku á Shooters á nýju ári.
Jæja bless bless

|

þriðjudagur, desember 07, 2004

Elsku vinstúlkur mínar. Ég sé í athugasemdunum að það eru greinilega leiðindi út af nýju stúlkunni sem er efst í Goggunarröðinni. En svona er þetta bara röðin breytist eftir þvi hver sendir mér betri pakka. Þið gætuð kannski tekið upp á því að senda mér sviðasultubút og hangikjötsneið. Það er allt hægt. Nú af mér litla sílinu er akkurat ekkert að frétta. Nema fyrir áhugasama að vita þá er ég búin með þrjár ritgerðir af fjórum. Og djöfulli ætla ég að fagna þegar þetta er búið.

|

mánudagur, desember 06, 2004

Lengi lifi Létt 96,7. Hér sit ég í ullarsokkum og þýskum heimavinnubuxum með tuttugu lítra af kaffi frá Eþíópíu að gera ritgerð og hlusta á jólalögin á Létt.
Annars er Árdís komin efst í Goggunarröðina, ég fékk sendan pakka sem innihélt; 1 séð og heyrt, 2 vikur, 1 mannlíf og eitt nýtt líf. Geri aðrir betur.

|

laugardagur, desember 04, 2004

Það er nú meira álagið á manni. Ég fékk gefins tvo miða á Chelsea - Newcastle og þurfti nátturulega að drífa mig. Þetta var bara geðveikt. Ég elska alla strákana í Chelsea út af lífinu hef ákveðið að byrja með þeim öllum. Leiðinlegt þetta með Rio. Hann hlýtur að jafna sig strákurinn.

|

fimmtudagur, desember 02, 2004

Ég ætla í ferðalag á sunnudaginn. Jebb alla leið til Brighton og tilefnið jú fara í snyrtingu til Gunnu Lísu. Ég bara get ekki haldið þennan viðbjóð lengur út og ætla til suður Englands í yfirhalningu. Og svona by the way fyrir ykkur sem hafið ekki séð stórmyndina Marked for death með Steven Seagal þá mæli ég með henni. Hún er í sjónvarpinu og alveg meiriháttar góð. Seagal sjálfur svona djöfulli spengilegur. Næstu helgi er jólagjafakaupshelgi, Jórunn ætlar að koma með krakkana til London og við ætlum að hafa það geðveikt kósí og kaupa alveg sjúklega mikið af flottu dóti. Erum að verðlauna okkur fyrir mikla vinnu undanfarið. Helvíti góð ástæða til að eyða ha.
Með þeirri bestu hugsanlegu jólastuðkveðju frá London
h

|