Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Jæja þá er búið að kveikja á jólatrénu á Trafalgar Square. Borgin er böðuð í jólaljósum og ég bara alltaf að læra. Ekki vitund jólalegt heima hjá mér og hvað þá úti. Í London hefur engin snjór komið enda er svo hrikalega hlýtt úti að þetta er meira svona eins og á vorin á Mallorca. Ég fer þó í smá jólakaffi næstu helgi til Kms og hún er búin að lofa piparkökum og jafnvel smá jólaglöggi nammi nammi. Ég er nú farin að hlakka ansi mikið til að koma heim og tralla með eins og einu íslensku jólalagi með pilla í hendi.

|

laugardagur, nóvember 27, 2004

Ég er alveg í brjálæðiskasti. Hvað er með foreldra sem klæða stúlkubörn í melluföt. Ég sá móður með tvær stúlkur áðan svona sirka 6 og 9 ára og þær voru eins og gleðikonur til fara. Í háum hælum, nælonsokkabuxum, stuttum pilsum og einhvers konar loðjökkum. Mér finnst að það eigi að fangelsa svona foreldra. Ég var að spá í að segja eitthvað við mómmuna en hætti við - vildi ekki vera lamin sísvona eftir skóla. Svo á líka að fangelsa foreldra sem eru full að ferðast með börnin sín í strætó. Djöfullinn að hafa bara ekki farið í Félagsráðgjafann... hvað er maður að gera í einhverju stjórnunarnámi. Já ég er alveg viss um að ég geti bjargað heiminum...

|

föstudagur, nóvember 26, 2004

Ég er komin í hálfgerð vandræði. Málið er að ég er orðin alveg faceless og þyrfti að fara í blokk og litun en eins og þið munið kannski þá gekk það nú hörmulega síðast. Svo er ég komin með rót dauðans og þyrfti að láta lita á mér hárið. Sem sagt ég er algjör viðbjóður. Til þess að komast út á daginn reyni ég að kemba á mér hárið þannig rótin sjáist sem minnst og kríta á mér augnbrúnirnar með svörtum blýanti. Þannig er ég svona nokkuð sæmó en samt ekki. Spurningin er að halda þennan viðbjóð út og detta strax í snyrtingu heima í desember eða að prufa einhverja nýja snyrtistöð hérna úti. Ég er alveg að drepast úr kvíðakasti yfir þessu.
bless helen sæta

|

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Ohhhh ég er komin í vandræði því ég orðin alveg fatasjúk allt í einu. Sé í öllum blöðum heildress eftir heildress sem mig langar í. Og aðallega langar mig í gullskó, gullbelti og gulljakka - alveg rosalega flott að eiga eitthvað svona gull. Langar lika í svartan kokteil kjól en það er alveg must að eiga eins og einn góðan fyrir veturinn. Of af því ég er alltaf í kokteilboðum um hávetur þá ætla ég að fá mér einn slíkan. Helvítí góðir kjólarnir sem Karl Lagerfeld hannaði fyrir H&M. Þar geta Kreppurnar keypt fatnað. Sjálf versla ég í Harvey eða Harrods. Verð líklega að selja mig til að eiga fyrir þessu - en svona er þetta það verður bara hver að bjarga sér.
Með þeirri bestu hugsanlegu kveðju frá London

|

mánudagur, nóvember 22, 2004
Afmælisdrengur dagsins og sá allra sætasti þriggja ára í dag.


Póstbloggfærslu sendi helenb


|
Allý afmælisstúlka dagsins (í miðjunni) ásamt Stellu glæpon og Þórhildi
kidmaster


Póstbloggfærslu sendi helenb


|

sunnudagur, nóvember 21, 2004
Mér finnst ég nú barasta nauðalík stráknum.


Póstbloggfærslu sendi helenb


|

Ég horfði á þátt í gær sem er gerður um upptökuna á Band Aid laginu sívinsæla 'Do they know its Christmas time'. Og guð minn góður hvað ég hefði drepið fyrir að sjá þennan þátt árið 1984 þegar maður lifði fyrir Duran Duran. Allir strákarnir á svæðinu og viðtöli við alla. Phil Collins meira að segja með hár. Kynnir þáttarins vildi meina að þetta væri eins og samansafn af þýskum fótboltamönnum - allir með svo fínt Mullet. Annars fannst mér eitt markverðast og ég get svarið fyrir mér finnst ég nauðalík Boy George á þessum árum. Ævari fannst það reyndar ekki - skrýtið.

|

föstudagur, nóvember 19, 2004

Það var alveg klikk gaman í gær. Ég er að reyna að glomma í mig kaffi til að geta byrjað daginn. Fékk mér nefnilega nokkra í gær. Það sem stendur upp úr er auðvitað að ég kyssti Romeó á munninn og sagðist elska hann og hann sagðist elska mig líka eða svona að ákveðnu leiti. Svo hitti ég fullt af skemmtilegu fólki sem var þarna í partýinu m.a. gamla skólafélaga úr Versló nú og svo auðvitað Dorriti litlu. En mikið ofboðslega er konan petit ha. Hún var ekki í fiðrildagalla en í samt svona einhverjum skrautstakki. Ég er alveg harðákveðin eftir þessa sýningu að skrá mig í leiklistarskóla og svo ætla ég líka að skrá mig í eldriborgarafimleika.
luv Helen hans Romeós.

|

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Þá er maður komin í leikhúsgallann og á leið í léttan mat og drykk fyrir sýningu. Ég er mest stressuð um að ég sé ekki nógu fín út af Dorriti og þeim. En hún verður pottþétt í útsaumuðum fiðrildasamfesting alsettum demöntum. Ég er hins vegar svartklædd með nýja skrauttösku og á alveg rosalegum pinnahælum. Hope hope að þetta fari nú allt vel.
Með þeirri bestu hugsanlegu kveðju h.

|

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Jæja var úti að borða í gær á Wine Factory í Notting með nokkrum íslenskum mellum. Ohhh það er alltaf svo gott að borða þar og besta súkkulaðikaka í heimi. Verð að rogast með næsta túristahóp, sem kemur í heimsókn, þangað. Við stofnuðum Kokteilasaumaklúbb, nenntum ekki að hittast til að mönsa mat og kjafta. Nei miklu betra að detta bara í það og detta í trúnó.
Ég er að fara á frumsýningu á Rómeó og Júlíu á fimmtudaginn á West End með Dbm. Ég er búin að kaupa mér frumsýningarjakka og frumsýningarsliffsi. Verð örugglega mjög fín og sæt. Og hope hope að ég komist á frægramannasjans.

|

mánudagur, nóvember 15, 2004

Hvaða hálfviti lofaði því að ef maður tæki mikið af vítamínum þá væri maður með fallega húð, fallegt hár og fallegar neglur. Ég get ekki séð að ég hafi neitt af þessu en samt er ég að glomma í mig vítamínum meira eða minna allan daginn. Ég er með líflaust hár og brotnar neglur en auðvitað fílabeinshvíta og fallega húð NOT. Djöfulsins ástand á heimilinu.

|

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Ég var að skoða myndir af Mola Guðjónssyni og guð hvað hann er sætur. Ég fór að grenja smá af heimþrá við að skoða þessar myndir. Ohh hvað ég er farin að hlakka til að koma heim - bara allt í einu. Jæja maður verður að harka þetta af sér. Er núna bara á kafi í verkefnum og ritgerðum og þykist vera eitthvað gáfuleg. Fór út að borða í gær með Sigtúnasamtökunum og var það rosalega ljúft, maður kvöldsins var auðvitað DA eins og alltaf. Í kvöld er stefnan tekin á nýju Bridget Jones myndina og get ég ekki beðið. Enda eitthvað lítið farið fyrir bíóferðum hér í Lon undanfarna mánuði.
Með ástar- og saknaðarkveðju H

|

föstudagur, nóvember 12, 2004

Nammi nammi nammi. Í kvöld er ég að fara að borða íslenskt lambalæri ala JV. Jú Sigtúnshjónin komu með kjöt að heiman og á að grilla það yfir opnum arineldi. Djöfulli get ég ekki beðið eftir að læsa tönnunum í blóðugt íslenskt hálflifandi lamb. EN hafið þið einhvern tíman pælt í því hvað kindur eru heimsk kvikindi. Alveg út úr kortinu alltaf að hendast upp á þjóðvegi landsins alveg eins og þær séu að biðja um að verða fyrir bíl. Djöfulli er ég fegin að vera ekki lítið og heimskt lamb.

|

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ég er orðin ný og breytt manneskja eftir að ég las bókina The Alchemist eftir Paulo C. Þetta er svona bók sem breytir manni. Ég er hætt að vera andstyggileg við fólk sem mér finnst leiðinlegt. Farin að sýna því umhyggju og áhuga. Ég er farin að hlaupa úti á morgnana.
Ég er hætt við að reyna að breyta um fatastíl - þið vitið reyna að vera einhver pía. En samt er ég ekki heldur að reyna að vera klíðisbrauðstýpa. Og svo er bara svona fullt af smáhlutum sem ég er búin að breyta. Já elsku vinir nú getið þið farið að hlakka til að hitta mig um jólin. Þið getið alveg gleymt þvi að ég sitji með ykkur og hlæji að náunganum. Ó nei það er líðin tíð.

Já og fyrirlesturinn gekk svona glimmrandi í gær - spurning um að henda power point kynningunni hérna inn svo þið sjáið hvað þetta var flott. Allavega þurfti kennarinn að hleypa okkur fyrr út þar sem kynningin hafði verið svona vel og ítarlega gerð, hann hafði hreinlega litlu við þetta að bæta. Jebb maður hefði kannski átt að andast meira úr stressi.

|

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Ég hef lítið bloggað. Ég er nefnilega búin að vera á kafi í verkefni sem ég á að kynna á eftir ef ég verð ekki dauð úr stressi. Skemmilegasta við þetta verkefni er að það fjallar um sameiningu og yfirtöku fyrirtækja og maður hefur nú kannski smá reynslu í þeim geira. Nú langar mig að verða "integration manager" þ.e. að vera sú sem leiði fyrirtæki í gegnum sameiningu/yfirtöku. Djöfulli held ég að það sé gaman. Best að fara út í bæ og athuga hvort einhver vilji ekki ráða mig.
Jæja ég verð að fara og kafmála mig fyrir tíman , vonandi getur maður þá heillað kennarann ef verkefnið "sökkar".
luv

|

mánudagur, nóvember 08, 2004

Helgin hefur verið afar strembin. Ég ætlaði rétt að kíkja í einn drykk á föstudag til DBM og co. en nei ég endaði á að vera í 12 klukkutíma og mætti heim um miðja nótt rallhálf. Daginn eftir þurfti ég svo líka að hendast í stuð og á árshátíð Stuðla hér í London. Sú gleði endaði með hátíðarheimsókn nokkurra aðila á Shooters og hér var malað og borðað til 7 á sunnudagsmorgun. Djöfulsins álag á manni. Enda var þetta síðasta skiptið sem ég set áfengi innan um mínar varir þangað til ég kem heim í desember. Eða kannski ekki .... þarf reyndar að fá mér aðeins með þeim Sigtúnshjónum næstu helgi. En eftir þá helgi er ég pottþétt komin í pásu.

|

föstudagur, nóvember 05, 2004

Er þetta nú ekki alveg merkilegt. Ég greyið er orðin eins og loðfíll um hausinn og get því ekki stælað hárið svona upp eins og ég geri gjarnan. Þurftu þvi að fara í skólann í gær án stælgreiðslu. Jú viti menn bekkurinn var náttúrulega óstarfhæfur yfir þvi að ég væri ekki með mína venjulegu greiðslu. Menn voru eitthvað að velta því fyrir sér hvort snyrtinginn daginn áður hefði farið svona illa í mig og ég hreinlega komin í þunglyndi. Ég brá á það ráð að panta tíma í klippingu í dag kl. 11.30 og mér finnst ég ekki eiga annað skilið en að hárgreiðslukonan klippi mig ekki OF stutt eins og síðast.

|

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Ég gerði þau mistök að fara á snyrtistofu hérna í Blackheath til að lita augnbrúnir og augnhár. Ég ætla að skera hendurnar af stúlkunni sem litaði mig. Hún náði að klúðra þessu algjörlega. Í gær var ég svona "faceless" eins og við stelpurnar segjum þegar maður er orðin ansi ljós. Í dag er ég með alveg kolsvarta línu í kringum augum (svona eins og maður setur á sig á ballkvöldum) og ofsalega "fallega" ljósbrúnar augnbrúnir. Ég er hörmung. Ég veit ekki hvað af mínum fyrirmælum stúlkan skildi ekki.
Helen sæta.

|

mánudagur, nóvember 01, 2004

Það er farið að hausta í Lundúnum. Ég tók eftir því áðan að það vantar öll laufblöðin á tréin. Ég er svo viss um að þau hafi öll verið á trjánum í gær! Maður er ekki lengur í stuttermabol og léttri stælpeysu og nei blaserinn er komin úr skápnum. Ég olli uppþoti meðal tveggja starfsstúlkna á kassa í matvöruverslun áðan. Málið er að mér varð á að kaupa ofsalega fallega skreyttan jólaklósettpappír. Og með þessum kaupum átti að fylgja með einhvers konar jólaklósettstandur sem ég hafði akkurat engan áhuga á að eiga. Nema konan á kassanum mínum og frænka hennar við hliðina á henni voru að missa það að mig langaði ekki að eiga þetta því þetta væri nú frítt...

|