Haldið þið að maður sé ekki komin með íbúð í Lundúnaborg. Þetta er í hverfi sem er rétt fyrir utan miðbæin og er maður í svona 15. mín með lest í bæinn.. Þetta er samt ekki svona Mjódd þeirra Londonbúa heldur afar virðulegt hverfi. Það sem er skemmtilegast við íbúðina mína er að það er gengið beint út i garð og hversu virðulegt er það nú. Mér finnst reyndar leiðinlegt að hafa vakið vonir vina minna um að leigja í húsi með Dyraverði. En hver veit nema ég flikki upp á eitthvað gamalmenni í hverfinu og skelli honum í stöðu Dyravarðar. Þá er hægt að láta hann rogast með mann skidefull upp í íbúð. Nú svo er einhver mega flottur almenningsgsgarður á næsta horni þar sem fallegir karlmenn hlaupa um fáklæddir í leit að kvonfangi og ungpíur (eins og ég) sóla sig á góðviðrisdögum. Er hægt að biðja um meira.
Svo sendi ég bara myndir af öllum herlegheitunum þegar ég fer út í júní.
Lengi lifi nýja íbúðin mín.
h
fimmtudagur, maí 27, 2004
þriðjudagur, maí 25, 2004
|
Ég vil benda á þessa skemmtilegu vefsíðu þar sem hægt er að sjá hverjum maður líkist mest. Ég er til dæmis með sama augnsvip og Díana Prinsessa og Christy Turlington.
hér getið þið séð það olei
H
sunnudagur, maí 23, 2004
Và sæt alla vega, sonur minn og Svava
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Gaui og Sara sæta
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Atli og �g
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
laugardagur, maí 22, 2004
Sòsan hans Tedda
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Sara sæta
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
fimmtudagur, maí 20, 2004
Rosalega er hann Brad Pitt frændi minn ljótur i Troya og fyrir þá sem ekki vissu þá er Brad bara 1.63 cm á hæð eða það segir allavega Tálknarfjarðarfrúin Dúddý. Greinilegt að krakkarnir á Hópinu eru með allar svona staðreyndir á hreinu.
Það er bara spurning hvort maður hendist ekki til að kaupa sér skinn af hrossi og sníði á sig sæta lendarskýlu og massabol eins og strákarnir í Troya ganga í.
H
mánudagur, maí 17, 2004
Ína og èg massa fìnt màladar med MAC eins og sèst.
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Sumar doldid sætar
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Doldid nett mynd af herra Elvis. Adeins verid ad testa nyja simann
Myndina sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
miðvikudagur, maí 12, 2004
|
Ég er með þráðlaust net heima og þvílíkur lúxus að geta hlaupið um með tölvuna í þessum 40 fermetrum sem ég bý í. Var að kaupa mér sjúklega flottan síma með myndavél og öllu. Leynifélagsmeðlimir geta því farið að hlakka til þegar ég tek af þeim myndir hálfberum í pottinum á föstudaginn. Það er svona nokkurn vegin búið að skipta í bíla fyrir sumarbústaðarferðina og dagskráin er nokkuð á hreinu.
Dagskrá:
Föstudagur 14. maí
Kl: 18:00 - hittumst á sömu bensínstöð og í fyrra - áætluð brottför frá Reykjavík 18:30 - smókur
Kl: 19:30 - koma í bústað, gengið frá mat og farangri, drykkir teknir upp, skálað og slakað á - smókur
Kl: 20:00 - almennur matarundirbúningur - smókur
Kl: 20:30-45 - raklett partý, munchað geðveikt og drukkið - smókur
Kl: 21:45 - staðið upp frá borðum, tiltekt, fyllt á glös, spjall - smókur
Kl: 22:15 - eftirréttur Hönnu Lóu borinn fram - smókur
Kl: 23:00 - frjáls dagskrá - smókur
Kl: 23:05 - frjálsri dagskrá lýkur, við taka pottaferðir, leikir, spjall, drykkja og smókur
Kl: 00:00 - skipulögð æfing á Eurovision-lagi Jónsa, verðum að læra textann vel* - smókur:
Kl: 00:30 - önnur pottaferð, meiri drykkja, dans og sprell, leikir - smókur
Kl: 00:?? - gengið til náða - smókur
Laugardagur 15. maí
Kl: 9:00-11:00 - Leynifélagsdömur að skríða á fætur - smókur
Kl: 11:30 - skipulagður brunch - smókur
Kl: 12:30-15:00 - frjálst tími (já, ég veit - dálítið langur) - brottfarir eftir því sem menn kjósa - smókur
Eins og þið sjáið er reykingafólk ekki lagt í einelti í þessari ferð heldur er virkilega hvatt til reykinga.
H
mánudagur, maí 10, 2004
Svo var auðvitað aðeins farið út á lífið. Og Kaffi Riis klikkar ekki.
Póstbloggfærslu sendi helenb
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Tótla að undirbúa sig fyrir byssukeppnina. Skil ekkert hvað hún er að laga sig til stelpan.
Póstbloggfærslu sendi helenb
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Svo var aðeins djúsað og fiskað. Minnir að eg hafi nú unnið einhverja þraut þarna hehhe.
Póstbloggfærslu sendi helenb
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Surviving Hólmavík: Svo var farið í Kajak og Gróa sigraði eða var það Marín?
Póstbloggfærslu sendi helenb
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Surviving Hólmavík: Eina sem við fengum í morgunmat var léttur hafragrautur.
Póstbloggfærslu sendi helenb
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Eins og sést á commentum hér að framan þá er mikil stemmning að endurtaka Survivor keppnina. Var í fyrsta skiptið á Hólmavík, spurning um að hafa þetta Surviving 101 Reykjavík eins og Marín nefndi. Hef ákveðið að skella inn nokkrum myndum fyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvað ég er að tala. En á Hólmavík vorum við látin róa kajak, klífa fjöll, skjóta úr byssum, henda okkur í höfnina, dansa berar ofl.
h
sunnudagur, maí 09, 2004
Það eru þegar komnar bókanir til London. Kenni kemur í september og Árdís í október. Dorrit kemur svo í nóvember og ég veit ekki hvenær Balti kemur. Annars er ég búin að vera að nördast á netinu því ég fékk svar frá öðrum skóla sem vill endilega bjóða mér inngöngu og nú get ég ómögulega ákveðið mig. Verð líklega að taka mér nokkra frídaga í vikunni til að fá einhverja niðurstöðu í málið. Reilpartýið heppnaðist svona ljómandi vel. Allir í stuð, reyndar var engin ber, dálítið skítt. Húsráðandi grillaði svona ljómandi steikur ofan í liðið og þurfti að fá sér smá kríu eftir allt puðið. Það voru jafn miklir straumar á milli okkar Stimma og Robster Lobster er ekki búin að eiga.
Ég er ekki ennþá búin að plögga húsnæði en ætla út í júní til að gera það.
H
föstudagur, maí 07, 2004
Ég er heima í Kyrrðarstund. Ég varð hreinlega að skríða undir teppi og ná áttum. Ég var öll farin að steypast út í hormónabólum. Allt þetta út af Reilpartýinu í kvöld. Mér skilst að það eigi að blanda bara dauft. Drengirnir eru búnir að kaupa rauðvín og gin. Svolítið skrýtið að það hafi ekki verið keyptur neinn bjór. Því það er ekki vont að drekka gin í bjór - bara spes. Ég er spenntust að vita hvort drengirnir fari úr og dansi berir í kúrekaskóm eins og alltaf þegar þessi hópur hittist. Nú hellist yfir mig kvíðin.
Ég vona bara að ég hafi heilsu til að skrifa eitthvað meira á þetta blogg á næstu dögum - ef ekki þá vitið þið af hverju. Sjálfsagt að ganga um í slopp á spítala í Grafarvoginum.
h
fimmtudagur, maí 06, 2004
Kannast einhver við dömurnar? Og man einhver við hvaða tækifæri þessi mynd var tekin?
h
Póstbloggfærslu sendi helenb
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Hvort finnst ykkur Glæpon líkari Milli eða Vanilli?
Póstbloggfærslu sendi helenb
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Það eru rosaleg leiðindi út í mig greyið út af hinu sem gerðist með Bloggið. Glæpon hringdi krasí í mig af því ég hef ekki getað Bloggað. Málið er bara að ég er búin að vera svo hryllilega upptekin við það að sýna B9. Og róið ykkur aðeins niður. Sjálf hef ég ekki búið jafn oft um rúmið mitt og undanfarna viku. Það er bara full time job að selja íbúðina.
En hátíðlegri kaupanda gat ég ekki fengið. Hún Méldís hefur samþykkt að kaupa B9 þannig að allir þeir sem hafa lykil af íbúðinni þurfa ekki að skila honum. Enda er íbúðin tæknilega séð ennþá í vinahópnum.
Á morgun er Rail partý og hægt að bóka stífa drykkju, slagsmál og ástarleiki. Enda engir smá straumar á milli mín og Stimma.
Humarfréttir:
Af Robsternum er allt gott að frétta en hann er snaróléttur ef þið vissuð það ekki. Helvítið hann Horentsínó er ennþá jafn lítill og aumingjalegur.
H