Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

miðvikudagur, mars 31, 2004

Ég fékk mér risavöfflu á Mokka í gær og líka samloku en enga sviðasultu. Í dag langar mig mest í steik með berneisí sósu. Ég búin að fjárfesta í páskaeggi sem er á þyngd við meðalstórt fimm mánaða ungabarn. Þetta er eitthvað megaflott sérhannað súkkulaðiegg. Ég hafði hug á að fara með þetta til London í næstu viku en veit eiginlega ekki hvernig ég á að koma þessu flykki úr landi. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir þá væri það vel þegið. Best að hendast á Vöðvaæfingu, komst ekki í morgun út af sotlu.

H

|

þriðjudagur, mars 30, 2004

Eina sem ég hugsa um er að fara heim og borða sviðasultu. Nammi nammi namm. Ætla sko þvílíkt að hafa það ljúft. Sitja bara upp í rúmi með sviðasultu og G-mjólk.

h

|

mánudagur, mars 29, 2004

Hvaða leiðindi eru þetta út í mig greyið. Ég er bara búin að vera í smá sjálfskoðun undanfarið og það hefur bara ekki hentað mér að blogga. Það er nú ekkert smá erfitt að byrja á föstu með taxidriver og skilja við hann sama kvöldið, ég hef nú tilfinningar eins og aðrir. Í þessari sjálfsskoðun hef ég t.d. komist að því að ég er haldin athyglisbresti á háu stigi. Lausnin við því er kannski að fá sér léttan Rítalin skammt og kannski dass af Amelin með. Svo er ég orðin snargráhærð og þetta er ekkert spaug. Ég er búin að vera doldið gröm yfir þessum gráu hárum sem hanga hér og þar á höfðinu á mér.
H

|

mánudagur, mars 22, 2004

Það halda kannski einhverjir að ég sé hætt að blogga en svo er alls ekki. Ég hentist til Dúblín um helgina. Þar náði ég að gifta mig og skilja og eyða mest allra ferðafélagana í föt og fylgihluti og falla fyrir miðaldra írskum gítarspilara og tala svo mikið að ég varð hás og rífa smá kjaft og drekka smá öl, bjór, irish, hvítvín, rauðvín og koma helvítis flugáhöfninni í staffapartý svo nokkuð sé upptalið.
Ég get ekki sagt að ég viti um alla merku menningarstaðina í Dublin eftir þessa ferð, en ég get alveg pottþétt búið til leiðbeiningar fyrir þá sem vilja fá sér aðeins neðan í því og sjoppa og fá sér aðeins meira og sjoppa svo. Ég sem ætlaði bara að hanga heima hjá tengdaforeldrum mínum og lesa góðan reifara en það fór allt um þúfur þegar ég skildi við hann Frankí minn (sem er einmitt leigubílstjóri).

h

|