Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

sunnudagur, febrúar 29, 2004


#
Skilaboð sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|

mánudagur, febrúar 23, 2004

Ég var með rauðvínsboð um helgina af því sjálf átti ég afmæli. Boðið endaði afar vel og hvað haldiði gamli dómarinn í Brjóstakeppninni á Bifröst Hr Bógómil bauð Söru í glas á Ölstöfunni. Hún vann auðvitað keppnina á sínum tíma og virkilega vel að sigrinum komin. Ég endaði kvöldið á því að hlaupa á eftir leigubílnum eins og ég geri gjarnan þegar ég tek bíl úr miðbænum og heim í miðbæin. Það er svo gott að hreyfa sig aðeins svona.

h

|

sunnudagur, febrúar 22, 2004


#
Skilaboð sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|

mánudagur, febrúar 16, 2004

Getur einhver sagt mér af hverju flest hús á Suðurnesjum eru máluð í svona pastellitum? Fór í Suðurnesjarúnt í gær og kynnti mér menningu þessa merku staða. Og það sem vakti mesta undrun mína er liturinn á húsunum.
Ég fór ásamt henni Sössu í spurningakeppni á föstudaginn á Grand Rokk. Og djöfull stóðum við okkur vel NOT. Gátum svarað 6 spurningum af 30. Reyndar smá klikk í tveimur spurningum sem ég átti að vita. Þannig má kannski segja að við höfum svarað 8. Og ef við tökum líka ljóðaspurningarnar sem Sara átti að vita þá gátum við svarað 10 spurningum réttum. Kannski er það þá ekkert slæmur árangur. Svo heyrðum við pottþétt ekki sirka 12 spurningar nógu vel af því við sátum á svo lélegum stað og Jóhannes nýjasti vinur okkar var alltaf eitthvað að trufla. Þannig við gátum líklega svarað 22 spurningum réttum og það er nokkuð gott.


h

|

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Ég ætla að gerast spákona. Og minn fyrsti starfsdagur verður í Dublin. Fyrir þá sem eiga leið hjá herbergi 360 þá er gott að vita að eftirfarandi þjónusta er í boði gegn vægu gjaldi.
- Lesið í lófa
- Lesið í limi
- Lesið í árur

Og ekki má gleyma Neðanþvættinum og Þvagleggnum. Svo verða alls konar pakkar í boði t.d. er hægt að láta lesa í lófa og fara í neðanþvott gegn vægu gjaldi. Þetta verður allt sett betur upp þegar að ferð kemur.

h

|

föstudagur, febrúar 06, 2004

Það var mergjað á Trompfundi í gær. Það var svoleiðis spilað og spilað. Ína og Lukka eru gengnar í Vöðvann þó þær séu að æfa í Laugum. Þær eru í dótturfélagi Vöðvans - Lauga Vöðvi. Svo skilst mér að Krakkinn vilji endilega komast í Vöðvan en mér finnst hún þurfi að mæta á æfingar áður en hún kemst inn.

Nú ég hef verið beðin um að skrá í hvaða félögum ég er í.
Leynifélagið Atgeirinn
Brandaraklúbburinn Geirinn
Spilafélagið Trompið
Klámklúbburinn Gæsahúð og Glimmer
Vaxtaræktarfélagið Vöðvinn
Leikhúsfélagið Fjalarinn
Dömuklúbburinn Daman
Ferðafélagið Sigríður Björk
Ferðahópurinn Aðalbjörn

Hef setið fundi hjá Froskalöppunum og Sjónvarpsklúbbnum Fjarstýringunni.

Ég man sko ekki fleiri klúbba en þeir eru pottþétt miklu fleiri.

h

|

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

2/4 af Vöðvanum fóru á Gráa eftir æfingu. Þar var skipulögð Ítalíuferð í ágúst og fundur Klámklúbbsins G&G á laugardag. Líkleg dagskrá Klámkúbbsins Gæsahúðar og Glimmer er að hittast á Barnum og kveikja á ofsalega fallegu kerti til að minnast Allýar í Hondurassinum. Svo verður spilað út í eitt og drukkið með. Vonumst til þess að geta gómað einhvern gestaspilara. En meira um það síðar.
Og ekki má gleyma að spilafélagið Trompið er að hittast í kvöld, djöfull verður spilað.

h

|

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Og já það hefur verið stofnaður nýr Vaxtaræktarklúbbur sem ber það virðulega nafn. Vaxtaræktarfélagið Vöðvinn. Meðlimir eru ég og Sassa og foreldrar mínir. Reyndar hefur mamma ekki komist á æfingu en það líður þó að því. Pabbi er kannski orðin massaðastur af okkur þremur sem erum að mæta. Ég auðvitað ekki orðin neitt neitt og Sara á hraðleið í Þráðinn.

F.h. hönd Vöðvans.
H

|

Biðst afsökunar á lélegri frammistöðu sem Bloggari.
Það hefur verið tekin ákvörðun af okkur herbergisfélögunum að bjóða upp á neðanþvott og/eða að setja upp þvaglegg fyrir fólk í Dublin. Við vitum ekki alveg hvort við ætlum að bjóða bara Íslendingum þessa þjónustu eða þeim innfæddu líka. Kemur í ljós.
H

|