Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

föstudagur, janúar 30, 2004

Það er að myndast ofsalega mikil stemmning yfir Þorrablóti Mellunar. Það sem er best við þessa dagskrá er að það er eiginlega engin frjáls tími. Maður verður svo hryllilega óöruggur ef það er mikið um frjálsan tíma.

kl. 18:30-19:30 Fordrykkur á Þórsgötu
kl. 19:30-22:00 Snæðingur, kveðskapur, brennivín og sprell yfir borðhaldi
kl. 22:00-22:30 Kaffi og smókur
kl. 22:30-01:00 Drykkja, meiri kviðlingar, rímur og hringdans
kl. 01:00-03:00 Farið á dansstað og sprellað
kl. 03:00-03:10 Frjálst
kl. 03:10-07:00 Dansað og flippað
kl. 07:00 Svefn

h.

|

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Það eru alls konar pródúseringar í gangi varðandi Dúblin. Ein hugmyndin er að lokka rauðbirkna og hrokkinhærða Íra inn á hótel og bjóða þeim gistingu á litlum hermannabedda sem við herbergisfélagarnir ætlum að hafa við rúmstokkinn. Mér skilst að það sé allt morandi í strákum sem vilja byrja á föstu þarna úti. Enda ekki amalegt ef maður myndi nú eignast O'brian Breiðfjörðsson. Annars er ég að fara á Þorrablót á laugardaginn hjá Húsmæðrafélaginu Mellunni og verð ég Gestamella. Mjög hátíðlegur titill. Vonast eftir mikilli stemmningu og sjálfsagt verður farið í kjammakast og mörkeilu.

h

|

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Ég hellti skyri yfir mig áðan. Hversu illa getur einn dagur byrjað. Þarf að hendast heim í nýjar pressbuxur. Ohhhh bömmer.

H

|

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Ég er ákveðin í því að um leið og ég kem til Dublinar að fara á BSÍ þeirra Íra og ferðast með rútu um sveitir landsins. Liggja kannski á írskum sveitakrám og syngja gömul ættjarðarlög. Það gæti líka verið gaman að hlaupa um tún og reyna að góma nokkrar rollur til að grilla yfir opnum eldi.
Annars er ég ekki orðin neitt neitt eftir stífar æfingar og hef ákveðið að glomma í mig majonesi í hádeginu - maður má nú ekki alveg gleyma Gunnari sjálfum.
Lengi lifi Majónes
H.

|

föstudagur, janúar 23, 2004

Vá ef þetta heldur svona áfram þá verð ég líklega tvö kíló í næsta mánuði. Er byrjuð í hlunkaþjálfun og það sem maður er látin púla. Ég hélt ég væri nú svona i sæmilegu formi enda gömul fótboltastjarna og allt það - en ónei. Annars gleður það mig að sjá hvað þjálfarinn minn sýnir Plummanum mikin áhuga sjálfsagt ekki á hverjum degi sem svona hressir hlunkar mæta í stöðina. Hitti Glæpon, Mörtu og Söru í gær og mikið var nú gaman að hitta þær. Ég hef nefnilega verið í hálfgerðri útlegði út af E-bólunni og eiginlega ekki getað hitt neinn. Skilst líka að 3/4 af Klámklúbbnum Gæsahúð og Glimmer séu með fund 7. febrúar. Fjórði meðlimurinn er því miður í Hondurassi að þeysast á eftir innfædum.
Fyrir þá sem eru forvitnir þá fer rauði, stungni, mittisjakkinn minn mér mjög vel. Kannski að ég láti verða að því að fjarlægja tvö rifbein til að hafa betra mitti í jakkann.
Bless h

|

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Þá hefur verið ákveðið að hendast til Dublin í stuðferð með fyrirtækinu. Eina markmiðið mitt er að þeysast með innfædum í leit að ævintýrum. Hef heyrt að St. Patricks day sé akkurat daginn sem við verðum.´ Árdís hefur hins vegar ákveðið að vera með hópferð í Urban Outfitters, hún ætlar líklega að leigja minivan og stílista. Það er hægt er að skrá sig á blogginu hennar. Ég var reyndar með hugmynd að fara í alveg rosalega leyniferð, því það er svo hryllilegt þegar stór hópur fer til útlanda saman og allir kaupa sér eins heildress. Ég ætla reyndar að gera eitthvað fyrir sjálfa mig og splæsa á mig hárauðum, stungnum mittisjakka með Ferrari merkinu í barminum.
Ég er loksins orðin laus við E-bólun sem hrjáði mig og náði að fara í Debban í gær og kaupa snyrtivörur í Mac fyrir milljónir. Gekk út úr búðinni kafmáluð og fín.
Ég vil óska þeim Feita til hamingju með bloggið sitt.

H

|

föstudagur, janúar 16, 2004

Góðan dag,
Eftir að hafa greint mig sjálf á doktor.is með E-bólu þá hefur líf mitt ekki verið samt. Ég hef verið í sóttkví frá Bloggi undanfarna daga en tek hér með upp þráðinn aftur. Ég vil þakka Tótlu fyrir að hringja fjórum sinnum inn á talhólfið mitt í nótt og syngja undurfallegt lag. Greinilega brjálað að gera á Bifröst í lögfræðinni hehehe.

Luv h

|

föstudagur, janúar 09, 2004

Hoj,
Ef þið viljið vita hvað þið mynduð heita ef þið væruð Hobbitar eða Álfar þá getið þið farið á þessa síðu. www.chriswetherell.com/hobbit/default.asp
Sjálf heiti ég því afar fallega Hobbita nafni Belba Chubb.

Bæ kæru vinir
BC

|

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Hoj hoj,
Þá er best að byrja að skrifa eitthvað fallegt á nýju ári. En það sem helst er að frétta síðan síðast er:
Fór vestur um áramótin. Datt á Hópið og var í afar fallegu Reykjarvíkurdressi. Við Sara skautuðum á hlaupaskóm á Hópið en vorum með hælana i plastpoka, svona eins og þegar maður fór með spariskóna sína í poka í barnaafmælin í gamla daga. En áður en við fórum Hópið þá hentumst við í afar sterka blöndu til Tryggva og Eyrúnar og já ég kom ekki blöndunni niður svo sterk var hún. - Enda er strákurinn ekki þekktur fyrir að blanda dauft. Fyrr um daginn fékk ég líka þjóðhátíðarmatseðil Tálknfirðinga - brauðterta og vodka í kók hjá Önnu og Gumma nammi nammi hvað það var nú gott.
Fór líka um helgina í Áramótapartý og þar stóð hæst öll skemmiatriðin sem ég var búin að lemja saman. Það var ekki stundarfriður fyrir Sprelli allt kvöldið. Kvöldið eftir átti Krakkinn afmæli og þar var nú aldeilis frægt fólk - flestar Evrjóvisjón stjörnur fortíðar og framtíðar samankomnar. VÁ.
Ég gaf bróður mínum dagatal í jólagjöf en hef ákveðið að hirða það af honum. Þetta dagatal hefur yfirskriftina The worst case Scenario - Daily Survival Calander og mun eg koma með nokkur komment úr þvi dagatali. Þetta snýst um alls konar ráð sem geta komið manni vel í daglega lífinu.
I dag er t.d. 8. janúar og þá er manni kennt hvernig maður á að bregðast við ef maður er kýldur í magann.
1. Herptu saman vöðvana í maganum.
2. Ekki halda inni andanum - ef þú gerir það getur þú átt á hættu að fá innvortis meyðsli.
3. Snúðu þér örlitið til hliðar svo höggið komi aðeins á hliðina en alls ekki reyna að forða þér frá högginu.

Þá vitið þið það ef þið það ef þið lendið í árás.

Ciao Hb

|

fimmtudagur, janúar 01, 2004Skilaboð sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|Skilaboð sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|