Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

þriðjudagur, desember 30, 2003

Það er greinilegt að Idolkeppnin og Tónlistargetraunin eru þeir atburðir sem Nýársliðið vill helst hafa. Svo það gæti verið að ég hefði bara bæði atriðin. Það væri þá hægt að grípa í bassann á milli laga í Idolinu. Sé til hvað ég geri. Annars finnst mér leiðinlegt hvað fáir kjósa Þemasprellið.
Fékk þær æðislegu fréttir að Anna og Gummi verða tilbúin með brauðtertu og vodka í kók þegar ég kem vestur - spurning um að hittast bara á vellinum til að fá sér eina sneið og skola niður með vodkainu.
Hafið það massa gott.
luv h

|

mánudagur, desember 29, 2003

Nú af því ég greyið var sett í það að sjá um sprell á Nýársfagnaðinum þá vil ég biðja ykkur um að kjósa um þær hugmyndir sem upp hafa komið. Mér heyrðist reyndar á Ínu að hún væri með fullt af góðum og skemmtilegum hugmyndum en af því hún er umsjónarmaður yfir Stóra Skinkumálinu þriðja árið í röð þá var ég sett í sprellið. Spurning um að hætta við vesturför og fara í Sprellbúðir á Arnarnesinu í staðin til að geta verið með nýjar hugmyndir á Nýárs.
Ciao Hessa Hressa.

|

sunnudagur, desember 28, 2003

Þá eru jólin búin og er ég búin að hafa það ansi gott. Það er varla að ég hafi haft það af að fara úr rúminu og í sófann án þess að kasta upp af ofáti. Ég fékk fullt af flottum gjöfum frá fólkinu mínu. Er reyndar dálítið fúl út í Balta því hann hefur greinilega gleymt gjöfinni til mín- helvíti skítt. Annars var það markverðasta um jólin að fjölskyldan hélt litla Survivor keppni á aðfangadag sem gekk út á að opna nýju fínu kaffivélina mína. Man nú ekki hver vann en vinsælasti keppandinn var pabbi. Kannski líka markvert að fjölskyldunni tókst að gleyma Kenneth á bílaplaninu í öllum æsingnum við að koma sér í bíó í gær. Kenneth kenndi mér um hvernig fór því ég er víst alltaf með svo mikið drasl í bílnum og mamma og pabbi alveg handviss um að þau hefðu séð hann í framsætinu og þvi brunað framhjá honum. Hann greyið stóð dragfínn á planinu og horfði á okkur bruna burt.
Er búin að kaupa mér miða til Tálknó á gamlársdag og verð því með ráðgjöf á Hópinu um áramótin fyrir þá sem vilja. Alveg greinilegt að þvi að það er mikil þörf fyrir einhvers konar ráðgjöf þarna fyrir vestan því ég fékk fjöldan allan af hringinum í nótt frá hinum og þessum. Ég geri ráð fyrir að það verði spilað út í eitt og vona svo innilega að Lára verði ekki með neitt gjamm eins og alltaf.
Jæja er á leið á Lord og get ekki beðið enda sjúklega þéttur hópur að fara með pabba og Jón í farabroddi.
Þangað til næst.
xxx h

|

þriðjudagur, desember 23, 2003Skilaboð sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|Skilaboð sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|

Komin � tonleikana med Bubbi Mortens hef ekki ennt� pikkad neinn upp til ad eyda jolunum med. En hitti OM sem var sætislaus og �g baud honum ad sitja med hann

SMSblogg sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

|

Jú eftir að hafa mönsað heilan helling af skötu í hádeginu hjá mömmu og pabba þá startaði ég hinni árlegu Tólgarkeppnni hér í vinnunni. Keppnin var mjög spennandi eins og alltaf og fer þannig fram að ég hita slatta af tólg og skvetti á gólfið og leyfi starfsfólkinu að slæda/renna sér í tólginni. Sá sem rennir sér lengst vinnur. Að þessu sinni var sigurvegarinn Gísli en þetta er líka síðasti vinnudagurinn hans svo þetta var virkilega skemmtilegt fyrir strákinn. Fattaði að þetta gæti verið sniðug keppni svona á Þorláksmessu en ég hef áður verið þátttakandi í svipaðri keppni en þá var sulta notuð í staðin - virkilega skemmtilegt hráefni.
Í kvöld ætla ég á tónleika með Búbbí Morteins, eins og Matt kýs að kalla hann. Mórós litla ætlar líka með mér og ekki von á öðru en góðri skemmtun. Alla vega Gleðileg jól og allt það.

|

mánudagur, desember 22, 2003

Má til með að þakka mínum ástkæra aðstoðarmanni, Mórós, fyrir hjálpina við að koma þessari síðu upp. Mjög leiðinlegt að hún hafi þurft að taka sér frí frá vinnu vegna þessa - en svona er lífið. Ég fattaði allt í einu að ég á eftir að kaupa handa henni samfestingin sem ég lofaði. Við vorum nefnilega saman í London um daginn og hún sá svo undurfallegan samfesting með mynd af Bresku konungsfjölskyldunni. Mér fannst þetta svo tilvalið vinnuklæði. Bara svo hryllilega gott að eiga léttan samfesting á aðventunni. Annars var Sara að hringja í mig og alveg nýkomin úr Pollinum - ekki leiðinlegt það. Vorum aðeins að skipuleggja áramótin. Ég verð líklega með aðstöðu á Hópinu til að taka blogg viðtöl við gesti og senda beint á netið. Annað hvort verð ég með lítið og sætt borð við barinn eða ég verð meira svona á röltinu. Á alveg eftir að ákveða þetta. En það er nú alveg óþarfi að ákveða þetta hér og nú.

|

Jæja gott fólk. Þá er helgin búin. Fór í afar hátíðlegan kvöldverð hjá þeim Sigtúnshjónum á laugardag sem var mega góður og ekki skemmdi fyrir hvað veislugestir voru hressir. Markverðast úr matarboðinu var þegar Beggi var skreyttur með jarðaberjum (fór honum afar vel) og þegar nýja málverkinu í stofunni var umbreytt í einhvers konar boxpúða. Minnir að Beggi hafi verið hressastur í boðinu sjálfu en Andri hafi verið flottastur á dansgólfinu á Kjallaranum þar sem hann tók Flashdance senu úr samnefndri mynd við lagið What a feeling með Irene Cara. Ég var líka mjög ánægð að sjá hvað við Sara erum vel kynntar í bæjarlífinu. Þó skítt hvað margir kusu að ávarpa hana með fullu nafni en ekki mig greyið.
Annars var ég að koma úr hátíðarkaffi á Gráa þar sem við Sara skiptumst á jólagjöfum. Finnst pakki minn reyndar doldið léttur miðað við hvað hennar pakki er þungur og veglegur. Reynar pakkar hún betur inn en ég svo hún fær plús fyrir það.
En maður og kona helgarinnar eru þau Pétursbörn. Enda ekki á hverjum degi sem systkini ná slíkum árangri í drykkju. Leigubílstjóri helgarinnar er Gulli sem keyrði mig og þau Pétursbörn af Jómfrúnni og heim. Hef hugsað mér að græja fyrir hann páfuglsnælu hannaða af Dorrit fyrir hugulsemi og þolinmæði. Allt í lagi bless bless kæru vinir.

|

föstudagur, desember 19, 2003

Eftir að hafa setið í rauðu plussherbergi og borðað grillaða gæs í hádeginu þá ákvað ég að best væri að gefa öllum ættingjum mínum þykkblöðung í jólagjöf. Komst nefnilega að því að þykkblöðungur er jurt sem er víst af sama ættstofni og Jukka. Var meira að segja beðin um að passa jukku, sem vinkona mín átti, yfir áramót eitt sinn og man ekki betur en hún hafi endað í ruslinu. Enda kannski ekki besta meðferð sem vesalings plantan fékk hjá mér, nema jukkum þyki Irish Coffe gott.
Alla vega lengi lifi þykkblöðungar og bless bless.

|

Hoj hoj, Þá er komið að því helvítis Víxillinn byrjaður að blogga. Ég hef ákveðið að hafa bloggið hádramatískt en þó með kómísku ívafi. Var nefnilega svo hryllilega spæld að Linda og stelpurnar voru á undan mér að gefa út ævisögur þannig ég hef lagt undir mig Bloggveröldina.
Dagurinn í dag byrjaði mjög hátíðlega með fundi á þeim Gráa með Árdýzi og Tótlu þar sem heimsmálin voru rædd. Samt var ég nú meira í því að greina vini hennar Tótlu sem mér finnst nú meira vera haldnir hegðunarþrjóskuröskun sem er einmitt nýtt sálfræðiorð sem ég kann. Þegar i vinnuna var komið þá hitti ég afar góðan mann sem hefur oft bjargað lífi mínu hér á gólfinu en það sem er verst að hann er eitthvað að pæla í að fara í Extreme Makeover sem hann þarf alls ekki á að halda. Kannski allt í lagi að hann fá sér Perm en alls ekki mikið meira.
Jæja þá er þetta komið gott í bili.
Bless bless Vixill

|

Ljós og skuggar ? Það kemur í ljós !

|