Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Rauðu ástarsögurnar

Ég var að klára eina geggjaða ástarsögu úr bókaflokknum Rauðu ástarsögurnar. Bókin heitir Brúður Cullens og mæli ég eindregið með henni. Hún er líka þýfi úr einu veiðihúsi og enn betri fyrir vikið.
Skil samt ekki af hverju þessar sterku og sjálfstæðu konur í þessum bókum þurfa allt í einu að bresta í grát og aumingaskap svona um miðbik bókarinnar til þess eins að láta sterkan og sjálfstæðan fyrrverandi sérsveitarmann með orður bjarga sér.

Hvað er eiginlega að gerast ha!!

Pat Benatar

|

mánudagur, apríl 16, 2007

Tískuslys eða bara mjög mikill glamúr.

Úff ég er búin að vera í glænýjum gallabuxum í allan dag, þetta eru svona níþröngar buxur sem ná langt upp að brjóstum - með hátt mitti. Ég er alveg pottþétt orðin ófrjó og svo er ég aum á hinum ýmsu stöðum já þær eru svo þröngar.

Mér finnst þær fara með ansi vel en veit ekki hversu Glamúrús ég er þegar hlýrabolurinn er hálfgirtur ofan í streng svo tölurnar meiði mig ekki.

En allt fyrir tískuna...

The fashionisa...

|

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Kommúnisti og einræðisherra eða bara einræðisherra!

Í dag fékk ég titilinn kommúnisti og var víst líka einræðisherrra. Geri aðrir betur svona á einum og sama deginum. Já nei nei ég er skoðanalaus með öllu og skipti yfirleittt ekki skapi, er meira svona sem lítið fallegt blóm. Eða ég held það alla vega.

Og með hækkandi sól fer tappinn oftar úr flöskunni á heimili einræðisherrrans. Það er bara hollt og gott að fá sér aðeins og dilla sér við mjúsik. Framundan er Árshátíð Peðsins, Dömudagur 2007, brúðkaup, Versló Reunion og PARRRRÍÍÍÍSSSSSSS.

luv H.

|

föstudagur, apríl 06, 2007

Stundum og stundum ekki!
Stundum langar mig svo að stinga fólk með smjörhníf og labba yfir það á háum hælum, svo það deyi pottþétt. En stundum langar mig það ekki.

Stundum langar mig að flytja aftur til London og stundum ekki.

Nú langar mig mest að flytja til Malavíu, liggja á vatninu þar á vindsæng og gleypa moskítóflugur.

Og stundum langar mig að blogga á hverjum degi og segja eitthvað geðveikislega merkilegt en nenni ekki að vera svona álverspólítíkusarsteik sem talar bara um það sem allir aðrir tala um.

Respect
H.

|

mánudagur, apríl 02, 2007

Hugguleg alltaf


Fór á árshátíð og svona er maður huggulegur endalaust. Gullfoss og Geysir, Xanadu, Cosmopolitan og skemmtilegt fólk. Getur bara ekki verið skemmtilegra.

h

|

miðvikudagur, mars 28, 2007



Laumublogg!


Þetta er ég þegar ég var alltaf á Hlemmi um 12 ára aldur.

|

fimmtudagur, desember 14, 2006

Reality!

Ég er svo mikill sucker fyrir raunveruleikaþáttum. Elska hreinlega American next top Model og svo er nýjasta æðið hjá mér The real houswifes of Orange County. Shit hvað ég ligg spennt yfir þessu.

En hversu gaman væri það nú ef ég myndi kalla saman nokkrar skvísur og búa til skemmtilegan raunveruleikaþátt. T.d. væri gaman að fylgja mér eftir einn dag.

Þetta væri þá helst á dagskrá:

Vakna og þetta helsta, hlussast kannski í leikfimi en samt ekki víst. Camerumaðurinn myndi þá bara bíða pollrólegur á rúmstokknum á meðan ég svæfi.
Vinna, fara á fundi, vinna meira. Fara í 10-11 og kaupa í matinn eða ekki.
Fara heim að horfa á raunveruleikasjónvarp.
Fara að sofa.

Þetta gæti orðið virkilega áhugavert.

H.

|