Keppnis engin kreppa

Ljós og skuggar í lífi Helenar

föstudagur, september 29, 2006

Blogg spogg!
Ég er orðin skoðanalaus með öllu og hef því ekki séð neina ástæðu til að blogga undanfarið. Ég nenni ekki að skrifa um börnin mín né nánustu fjölskyldu, á ekki í neinum sérstökum vandræðum með lífið, hef ágætar tekjur og keyri um á gömlum bíl. Geri fullt skemmtilegt á hverjum degi en ekkert svona sem þarf endilega að enda á blogginu. Ætli sé ekki bara best að hætta þessari vitleysu.
Einhverjum gæti þó þótt betra að vita að ég fjárfesti í buxum um daginn sem eru dýrari en flugfar til London.
Öðrum gæti langað að lesa sumarbústaðarferð LA um helgina þar sem von er á mikilli drykkju, dauða í pottinum og almennum slagsmálum.

h

|

mánudagur, september 11, 2006

Hópar af mönnum
Ég er bara að pæla hvort það séu svona hópar af mönnum sem fíla mig geggjað vel en hafa bara ekki haft tíma til að koma sér í samband við mig. Ég hef nú sjálf verið svolítið busy það gæti líka verið ástæðan fyrir þessu karlmannsleysi. Fattaði þetta áðan þegar ég leit í spegil og sá hvað ég er klikk mikil pía.
Qinli vinkona mín segir reyndar að ég þurfi að bera mig meira svona eins og aumingja sem vanti hjálp og aðstoð karlmanna, þá muni þeir hanga utan á K47. Þeir nenni ekki að vera með sjálfstæðri, frekri konu sem þénar vel, það er bara of mikil biti fyrir þá.

Þar fór það...

Vinsemd
Pían úr K47

|

mánudagur, september 04, 2006

Skrúfur og stöff!
Ég er alveg brjál léleg í öllu svona bor og skrúfu og snúrudóti. Það skilur engin búðarmaður þegar ég bið um 'svona teip sem hægt er að setja á myndir þannig þær detti ekki en samt má það ekki vera of sterkt út af sotlu'. Minn styrkleiki liggur klárlega í öðru en þessum fjanda. En sem betur fer er ég með mann í þessu fyrir mig svona að mestu, annars væri ég sjálfsagt ekki flutt inn.
luv h

|